Ég á þennan fína E39 540 árg 1996 (gamli hans Sæma) en hann hefur verið að stríða mér undanfarnar vikur með að vera lengi að fara í gang.
Áður en ég byrja þá ætla ég að taka fram að ég hef ekki hundsvit á bílum né viðgerðum
Allavegana, vandamálið er að þegar ég er að setja hann í gang, þá startar hann og startar (oftast í 3-6 sekúndur), fer alltaf í gang á endanum en hljómar eins og hann sé ekki að fá nóg bensín til að komast í gang. Síðan er gangurinn frekar ójafn þar til ég gef honum inn smá bensín og þá lagast gangurinn. Þegar bíllinn er í keyrslu er ekkert að, þetta gerist bara við ræsingu.
Ef bíllinn hefur staðið lengur en 10-15 mínútur frá því hann var í akstri þá kemur vandamálið upp. Ef minna en 10 mínútur líða frá því að ég drep á honum þá er hann ALLTAF góður í gang og vandamálið kemur ekki upp.
Bíllinn hefur farið á verkstæði, fyrst til TB og síðan til B&L. Tölvan gefur ekki upp neina bilanakóða. TB skipti um kerti, bensínsíu og bensíndælu en á endanum gáfust þeir upp þar sem þeir fundu ekki út úr þessu. B&L tóku bílinn inn og héldu að hann væri kominn í lag, læt hér fylgja með lýsingu frá þeim:
"Lesið af bílnum og voru engir bilanakóðar fyrir vélina og var farið yfir öll gildi og var ekkert að vinna að, síðan var tengdur bensínþrýsingsmælir við kerfið og voru gerðar nokkrar tilraunir og var þrýstingur alltaf eðlilegur en fellur þegar hann stendur í svolítinn tíma og þegar hann fer í gang gekk hann ójafnt eins og að hann fengi of mikið bensín og voru spíssarnir losaðir upp og athugað hvort læku og var það ekki. Sett saman aftur síðan voru gerðar tilraunir á að aftengja hluti og prófa hann. Enning athuga neista og spíssa og fór það allt í gang strax. Prófað að skipta um sveifarásskynjara og bíllinn prófaður mörgum sinnum og er allt í lagi núna."
Ef allt væri í lagi þá væri ég ekki að skrifa þessar línur

Þegar ég sótti bílinn þá kom vandamálið upp um leið og ég setti bílinn í gang og ég lét B&L strax vita af því. Bíllinn var tekinn aftur inn á verkstæðið hjá B&L en eftir 4 daga hjá þeim án þess að nokkuð væri að gerast sótti ég bílinn til þeirra. Nú á ég tíma bókaðan hjá þeim aftur 1. ágúst.
Ég ætla að taka það fram að ég er ekki að setja út á þjónustu hvorki TB né B&L. Mig langar bara að fá þetta í lag! Ef einhver hefur einhverjar hugmyndir þá er ég "all ears". Ég hef þó enga kunnáttu né aðstöðu til að gera neitt sjálfur þannig að ef einhver telur sig vita hvað sé að gerast og geti eitthvað kíkt á þetta fyrir mig þá er ég til í að skoða það, gegn sanngjarnri greiðslu auðvitað.
Hjálp!
