Sko, þegar þú tengir magnara þarf bara +, -, remote, og rca snúrur í spilara.
+ fer auðvitað bara í rafgeimi sem er væntanlega í skottinu er það ekki?
- fer sem styðstu leið út í boddý (verður að vera góður staður svo magnarinn fái almennilega jörð, og jafn sver snúra og + snúran)
Remote virkar þannig að þegar það kemur straumur á það, þá kviknar á magnaranum, þannig að þú getur í rauninni fundið hvaða snúru sem er sem fær straum þegar það er svissað á bílnum. En æskilegast er að tengja hana við spilarann... (remote eða antenna)
RCA tengist auðvitað bara í RCA plug á spilara...
(Margir vita öruggleg þetta flest allt, en hef ekkert annað að gera...

)
Quote:
það er einhverskonar "aðal" magnari/útvarpsmóttakari með haug af vírum í fyrir aftan magasínið en ég veit ekki hvort ég má taka þaðan frá (hvort ég sé að trufla eitthvað) eða ekki
Þú getur fengið þaðan remote allavega...
Lang þægilegast að vera 2 og fá annann til að svissa af og á, og hinn í skottinu með voltmæli (eða ljósapennanna sem fást á flestum bensínstöðvum...) og finna hvað er remote og hvað er ekki...