Datt í hug að setja nokkrar myndir og smá info varðandi E36 steering rack swappið.
Ég var alla vega með rack úr E36 325 sem var með kælingu á. Og kaus að nota hana.
Það er hægt að nota E30 stýrisendana, en það verður þá að nota allann arminn, stýrisendinn sjálfur passar ekki , annað er innansnittað en ekki hitt.
Getið séð muninn á þeim hér
En ef E36 stýrisendarnir eru í góðu lagi notiði þá auðvitað bara.
Til að festa maskínuna hjá mér þurfti ég að smíða smá spacera úr járni af því að festingarnar voru öðruvísi.
Ég kaus að hafa spacerana að ofan svo skoðunarkallarnir sæu það svona síður.. Ekki vinsælt að vera standa í svona hjá þeim.
Orginal kælingin úr E36, þurfti að laga mína aðeins en virkar fínt.
Feitur munur á non steering racki og E30 325 steering racki.
Til þess að tengja stýrisganginn þá þarf að mixa aðeins í sumum bílum, ég þurfti þess reyndar ekki, ég veit ekki af hverju, E30 325 liðurinn passaði beint á hjá mér, þeir í USA hafa verið að smíða einhverja spacera og einhvað þvílíkar æfingar, en spurning hvort þeirra system sé nú ekki einhvað öðruvísi.
Ég ætlaði að nota E36 liðinn, stytti hann og allt en svo komst ég að því að rillurnar eru ekki þær sömu, það væri hugsanlega hægt að skipta um stykkið sem fellur inn í stýrið, nota þ.e.a.s E30 "lið" og láta það virka þannig.
Þetta er liðurinn sem kom úr hjá mér, non powersteering rack.
Þetta er svo liðurinn sem var orginal í E36, of langur orginal en hægt að stytta með því að saga örlítið af báðum endum.
Dregst svo saman
En þessi gaur á E36 rackinu passar ekki.
Ég á því miður ekki mynd af E30 325 liðnum, en hann er töluvert öðruvísi en þessi tveir.
Mæli alla vega með þessu moddi. Búinn að vera keyra aðeins og þetta er þvílíkur munur, sérstaklega auðvitað að vera búinn að fá vökvastýrið í gang.