Af því ég hef góðan tíma þá kemur næsti skammtur strax. Oulton Park var einnig sæt og súr, mun sætari fyrir "minn" bíl, 3.sæti, 1.sæti og að sjálfsögðu eitt DNF í lokin svo maður sé ekki alkátur eftir helgina. En staðan í stigakeppni ökumanna batnaði mikið hjá okkur og nú erum við 50 stigum á eftir Plato og Giovanardi og Matt Neal er aðeins 4 stigum á undan.
Tom átti mjög slæma helgi, byrjaði á því að klessa bílinn all svakalega í tímatökum, háði síðan ágætisbaráttu á sunnudeginum sem reyndar endaði á því að það þurfti að flytja hann á sjúkrahús vegna kolmónoxíð eitrunar, sökum þess að pústið lak eftir hrakfarir laugardagsins sem enginn hafði tekið eftir.
Smá klessubílaleikur á laugardagseftirmiðdegi... bíllinn var tilbúinn til keppni um 10 leitið um kvöldið... hann var samt ekki alveg beinn, en dugði samt.
330 götubíllinn sem á að nota í e-ð track experience kjaftæði fyrir sponsora... hefur aldrei snúið hjóli í reiði...
Alltaf gott grín að vera með stelpur í fastralykla búning!
þessi gella er víst einhver sápuóperustjarna... ég er samt miklu meira töff í bakgrunninum
Það hellirigndi í keppni númer 2, sem Colin endaði á að vinna, helmingurinn af keppninni var með SC í fararbroddi
Beginning of the end, eftir þetta endaði Colin í sandgryfju og búið spil.