Var að rekast á þetta í fréttablaðinu....
"Bílinn er nýtískulegur í útliti, sportlegur og línurnar mjúkar. Að auki er nýji bíllinn mun stærri og rúmbetri en forverinn. Fótarými eykst til muna og farangursrýmið hefur aukist um 60 lítra, þannig að skottið tekur nú fjórar fullbúnar golftöskur.
Stafrænn framrúðuskjár einsog þekkist í flugvélum, er meðal nýjunga. Á skjánum birtist aksturshraði, bensínstaða eða leiðbeiningar úr leiðsögukerfi bílsins, þannig að ökumanni finnst sem hann sjái upplýsingarnar á veginum fyrir framann sig í skýrum þrívíðum myndum. Önnur nýjung eru Xenon frammljós sem laga sig að aksturstefnu bifreiðarinnar og auka þar með öryggi.
Bíllinn fæst með fjórum vélarstærðum, 3 útfærslur á bensínbílnum, 520 sem er 170 hö, 531 sem er 231hö, og 545 sem er 333hö. Dísel vélin er svo gríðalega skemmtileg fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Hún er 218 hö með tog uppá 500 Newtonmetra, hröðun 0-100 er 7,1 sek.
Hlakkar manni sko til þegar þeir fara leyfa manni að reynsluaka. Væri nú ekkert á móti því að testa 545 bílinn--333hö!!!

_________________
E39 525d Touring ´03
Toy Yaris T-Sport ´02
Yamaha R1 ´05Alpina wrote:
M5 er testosterone.... Pamela Anderson,,,,, vs 540 er lufsa með spælegg eða drengjabringu.......