Jæja þá er bíllinn kominn og ég búinn að gefa mér tíma frá akstri til að lýsa bílnum aðeins fyrir ykkur, ætla að reyna að koma myndum af bílnum á netið en á bara eftir að minnka þær. Bíllinn er geðveikt flottur og krafturinn ekki verri en að sjálfsögðu er ég aðeins hlutdrægur en bíllinn fékk vægast sagt mikla athygli niðri í bæ í gær og í nótt (föstudag 22. ágúst 2003).
Þetta er BMW 328iA '95
Litur: Articsilber metallic
Hann er á 17" álfelgum sem mér finnst geðveikar (djúpt look)
Hann er lækkaður þónokkuð (geðveikt flott)
Það er búið að skipta um aftasta kút og eru tvö 2,5" DTM púst aftan á honum.
Það eru glær stefnuljós að framan, svört á hliðum og svört (smoked) ljós að aftan
Í honum er dýrasta pluss innréttingin fallega blá og passar vel með lit bílsins.
Í bílnum er bakkskynjari komst að því í gær (22. ágúst) þegar ég bakkaði honum út úr bónstöð. (bíllinn núna með góða teflonbónhúð og vel glansandi

)
Svo að sjálfsögðu rafmagn í öllu, topplúga, kastarar og ábyggilega eitthvað sem ég er að gleyma, en ég bæti því þá bara inn seinna.
Og nú loksins koma myndir af bílnum:

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR