bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 12:30

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Sat 05. May 2007 22:32 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Til sölu þessi gullfallegi bíll:

Image

Image

Fæðingar vottorðið:

Vehicle information

Type code HD61
Type 525I (ECE)
Dev. series E34
Line 5
Body type LIM
Steering LL
Door count 4
Engine M50
Cubical capacity 2.50
Power 141
Transmission HECK
Gearbox AUT
Colour DIAMANTSCHWARZ METALLIC (181)
Upholstery SCHWARZ LEDER (203)
Prod. date 1994-02-02

Order options

No.
240 LEATHER STEERING WHEEL
243 AIRBAG FOR FRONT PASSENGER
314 HEATED WINDSCREEN WASHER NOZZLES
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC
428 WARNING TRIANGLE
465 THROUGH-LOAD SYSTEM
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
510 HEADLIGHT BEAM-THROW CONTR. F LOW BEAM
528 AUTOMATIC AIR RECIRCULATION CONTROL(AUC)
530 AIR CONDITIONING
651 BMW Bavaria C Reverse
801 GERMANY VERSION
900 APPR. VEH.IMMOBILIZAT. ACC. TO AZT/TUEV
945 BERUECKS. PREISABHAENGIGKEIT
947 BERUECKSICHTIGUNG PREISABHAENG

Eins og er af sjálfskiptingunni en hún skiptir alveg silkimjúkt þrátt fyrir það.
Þessi bíll er að mínu mati mjög solid bíll enda var hann í algjöru toppstandi fyrir ca. ári síðan en þá var hann í eigu Danna hérna á spjallinu.
Það sem búið var að gera við bílinn í eigu Djöfulsins var að skipta um hedd ásamt tilheyrandi pakkningum, einnig var skipt um ventlastýringar.
Það sem búið er að gera við bílinn í minni eigu er að setja læst drif í bílinn(drifið sem var í var á alveg síðasta snúning), skipta um perurnar í mælaborðinu(það voru aðeins tvær í lagi), skipta um bremsudiska og klossa að framan, setja nýjan vatnskassa í bílinn, svo er búið að setja í bílinn nýja ljóskastara en hann var og hefur líklegast aldrei verið með ljóskastara, setja KW demparana í að framan ásamt því að skipta um demparapúðana og jafnvægisstangarendana, setja nýtt örygisbelti í f. bílstjóran(því það fór ekki upp, mjöög þreytendi) og svo keypti ég nýja hlíf í framstuðaran en hana vantaði.

Þegar ég keypti bílinn í des. '06 var hann á original 17" felgunum sem eru alveg gullfallegar en á þeim voru ónýt sumardekk s.s. komið niður í striga að aftan og ca. 1-3 mm. eftir af munstrinu að framan(ég kláraði það litla sem eftir var af þeim þegar læsta drifið var sett í) en núna eru þær á betri dekkjum. Stuttu eftir að ég keypti bílinn keypti ég undir bílinn nýjar felgur og dekk, felgurnar eru fimm bita AEZ felgur og dekkin eru Michelin Alpin ónegld vetrardekk sem þrælvirka. Ég er búnn að keyra rétt um níu þúsund kílómetra á þessum dekkjum.


Settar verða inn myndir af bílnum bæði að innan og utan við tækifæri.


Ásett verð er 450.000 kr.
Engin skipti koma til greina aðeins bein sala.

Bíllinn er ekinn 239.XXX km.


Last edited by ömmudriver on Sat 02. Jun 2007 19:30, edited 13 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 06. May 2007 01:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Hmm, afhverju að selja ?

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 06. May 2007 15:12 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Fyrir forvitna:

ástæða sölunar er sú að ég hef lítið sem ekkert við þennan bíl að gera því ég vinn svo mikið þessa dagana og á annan bíl(E28) og stendur þessi því bara aðgerðarlaus heima. Ég ætlaði mér að gera MIKLU meira fyrir þennan bíl en bæði tími peningar eru eitthvað sem á lítið af þessa dagana og síðast en ekki síst þá vantar mig peninga fyrir eilífðarverkefnið.

Ég skal orða þetta svona; því fyrr sem bíllinn selst því betra verði fæst hann á en því lengur sem hann er á sölu því mun betra ástandi mun hann seljast í.

En svona næstu dagana ætla ég að einbeita mér að því að gera eftirfarandi: skipta um dempara og jafnvægisstangir að framan, kíkja á xenonið, laga olíulekan og þar af leiðandi smyrja bílinn í leiðinni, djúphreinsa gólfteppið og skottið(það er nefnilega svo mikð af fíkniefnum og blóði fast í teppinu því jú ég er handrukkari :lol: ), setja nýtt öryggisbelti fyrir bílstjóran, láta lesa af tölvunni því það er eins og eitthver skynjari sé á flippinu vegna afl skorts og svo renna við á sprautuverkstæði og í það minnsta ath. hvað það kostar að laga mesta ryðið á þessum bíl :(


Einnig skal tekið fram að þessi bíll er svakalegur athyglissegull þannig að ef yður er illa við athygli þá er þetta því miður ekki rétti bíllinn fyrir þig. :wink:


Last edited by ömmudriver on Fri 18. May 2007 01:11, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 13. May 2007 02:34 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Í þessari viku er búið að skella bílnum á 17" sumarblingið, taka lakkið all hressilega í gegn og er nú "skrautlega hliðin" úr söguni þökk sé Danna, og síðast en ekki síst þá er búið að skipta um framdemparana(og er bíllin þá loksins með "complete" KW fjöðrun), demparapúðana(að framan) ásamt jafnvægisstangar endum(að framan) og öryggisbeltið fyrir bílstjóran. Einnig var lesið af tölvunni í bílnum og eru allir skynjararnir í lagi.

Í næstu viku verður svo kíkt á stýrisbúnaðinn því dauða slagið í stýrinu er óvenju mikð og grunar mig að millibilsstöngin sé sek og verður henni þá skipt út fyrir nýja, svo verður kíkt á pústið því aftasti kúturinn er eitthvað niðurdreginn og síðast en ekki síst verður bíllinn hjólastilltur að framan.

Betri myndir koma svo von bráðar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 15. May 2007 10:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jun 2006 14:39
Posts: 4778
upp á topp..

_________________
BMW E34 ///M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 18. May 2007 04:43 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Jæja þá er ég búinn að henda inn verðhugmynd, en ásett verð er 450.000kr. og mun bíllinn seljast ný smurður, ný djúphreinsaður, stífbónaður og síðast en ekki síst ný skoðaður '08.

Endilega skjótið á mig eitthverjum dónalegum tilboðum í PM eða bara hringja, í versta falli segi ég nei.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 19. May 2007 21:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Bíllinn er fáanlegur á 350.000.- stgr. í því ástandi sem hann er núna: S.s. m. leka á vél og sjálfskiptingu, slag í stýri(stýrisendar/millibilsstöng farin) og án vetradekkjana eða læsta drifsins.

Bíllinn er þrælskemmtilegur í akstri og liggur eins og klessa í beygjum. Frábært að krúsa á honum og alveg temmilegt afl í það. Bíllinn er líka stífbónaður og rain-x á öllu gleri að utan enda á vatn í stökustu vandræðum með að tolla á bílnum :lol: Bíllinn hefur ekkert klikkað í minni eigu og alltaf rokið í gang, svo hef ég líka fylgst mjög vel með öllum vökvum á bílnum eins og gera skal. Svo er læsta drifið alveg að gera sig :twisted:


Sjón er sögu ríkari og er bíllinn alveg gullfallegur fyrir utan steinkastið og ryðið.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. May 2007 23:29 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Svona fyrir þá sem muna/vita ekki hvernig bíllinn lítur út á 17" álinu þá hendi ég inn þessari sígildu mynd af gripnum. Svo fara að koma myndir af bílnum :lol:
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. May 2007 23:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
úff man eftir þessu photoshoot

sakna hans og já ég get vitnað um það að þessi bíll er TYGGJÓKLESSA á götunni 8)

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. May 2007 20:46 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Jæja núna fer hver að verða síðastur að kaupa bílinn á þessu gjafaverði áður en ég laga það sem er að. Gleymdi að taka það fram að það fylgja með bílnum gúmmímottur og taumottur fyrir gólfið frammí og nýr ENSKUR manual. Einnig er ný framrúða í bílnum.

Það góða:

Svört leðursæti sem líta mjög vel út
Rafdrifin tvívirk topplúga
KW Lækkunarkitt
Læst afturhjóladrif
Xenon
Through load system- niðurfellanleg aftursæti
17" Sumarfelgur og 15" vetrarfelgur
Nýr vatnskassi ásamt bremsudiskum, klossum, demparapúðum og jafnvægisstangarendum að framan.
Nýlega skipt um hedd ásamt ventlastýringum og tilheyrandi pakkningum


Það slæma:

Bíllin er orðinn þrettán ára gamall og er því eitt og annað að eins og t.d. lakkið sem er ekki það heillegasta og inniheldur steinkast, dældir og ryð hér og þar, hægri afturhurðin opnast og læsist ekki með samlæsingunum, vinstri afturhurðin lekur(fyllist af vatni í úrkomu), leki á mótor og skiptingu og slag í stýri(stýrisendar/millibilsstög farin).

Annar aukabúnaður:

Check control(talva sem lætur vita ef klossar eru farnir og ef vantar uppá kælivökva o.s.frv.), rafmagn í framrúðum og speglum, fjarstýrðar samlæsingar og ljóskastarar.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. May 2007 20:42 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
TTT


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 28. May 2007 05:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 28. May 2007 05:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Jæja þá eru loksins komnar inn myndir af gripnum og þakka ég Danna kærlega fyrir myndatökuna :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 28. May 2007 12:30 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Mon 30. Jan 2006 22:34
Posts: 282
Svona myndir selja, thumbs up \:D/


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 28. May 2007 14:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Ég er alltaf jafn mikill sucker fyrir þessum...

Þessi bíll er 8)

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 97 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group