Þá er ferðalagið hafið.
Í gærkveldi var tekið á móti byrjunarliði ferðarinnar í Hamborg. Enginn annar en Smári bílakaupmaður sá um að leysa út bifreiðar meðlima, að undanskildum einum sem var í vinnslu í Þýskalandi. Á hann þakkir skildar fyrir góða og hóflega verðlagða þjónustu þar á bæ, sem seint verður slegið við, en móttökurnar voru eftirminnilegar svo vægast sé sagt....
Náð var í félagana Þórð (Bimmer), Sveinbjörn (Alpina) og Sæmund (MR.BOOM) á lestarstöðina í Hamborg ásamt Baldri á hótelinu og ferðin byrjuð á bílferð í tveggja tímabelta bíl. Smári náði í liðið á forláta Cadillac sem er lengri en orð fá lýst, ef hann er á leið austur eða vestur þá eru farþegar í aftursæti í öðru tímabelti en þeir í framsætinu. Ófáir hálsar brustu við teygingar eftir þessu farartæki þegar farið var með ofantalda til kvöldsverðar í borg gámanna.
Að kvöldverði loknum var haldið "heim" á leið og lúin ferðabein hvíld fyrir átök dagsins. Snemma morguns daginn eftir var svo náð í félagana á AUDI RS 6 sem Sveinbjörn aka Alpina hélt ekki vatni yfir. Er svo komið að hann talar fullmikið um þetta farartæki og spurning hvar þetta tal muni enda!
Verður herr "!!!!!!!-----------Uber Taxi-------------!!!!!!!!!" að herr "----------!!!!!!!Allrad!!!!!!!!---------"????????
En nóg með það. Haldið var af stað og náð í farartækin sem biðu spennt eftir að spretta úr spori. Þórður tók smá þrifnaðarsession áður en haldið var af stað, bara til að keyra inn í skýfall klukkutíma seinna og gera bílinn nákvæmlega eins og áður en hafist var handa við þrifnaðinn.
Gripirnir þrír, E39 supercharged M5 "onno", E39 "imola" M5, SL55 AMG Carlsson voru svo staðnir átján bláa sem leið lá niður þýskaland til Nurnberg. Þar biðu 2 ferðafélagar í viðbót, þeir Sæmi (Saemi) og Logi (Logi) sem komu með lest frá Frankfurt til móts við byrjunarliðið og var náð í þá á lestarstöðina og haldið rakleiðis í bækistöðvar "Auto Tauber" þar sem fjórði fararskjótinn beið spakur, herr RNGTOY!
Auto Tauber höfðu þar lokið við breytingar á RNGTOY og var rætt um heima og geima þar á meðan snurfusaður var M5 "onno". Það kom nefnilega á daginn í 30° hér í Evrópu að loftkælingin var ekki alveg að gera sitt besta. MR.BOOM var ekki allskostar ánægður með loftkælinguna... eða frekar vöntun á loftkælingu í gripnum og lét það í ljós í talstöðinni á leiðinni. Baldur var ekki seinn á sér að segja hvað hann skildi það vel og hversu slæmt það væri ábyggilega að vera lofkælingarlaus. Hann væri einmitt í þessu að prufa í fyrsta skipti loftkælinguna í sætunum á SL bílnum.. sem virkaði bara glettilega vel.... ásamt lofkælingunni sem væri stillt á 18°.
Þessu loftkælingarleysi var kippt í liðinn hjá þessum snillingum og í framhaldinu staðnir 16 bláir (4x4) í rökkrinu og myrkri áleiðis á áfangastað. Gekk á ýmsu á leiðinni þar sem herra onno fékk hiksta þar sem hann fék !!!!!BARA!!!!! vont bensín. Það lagaðist svo með góðum slurk af V-power. Síðan var supercharger reimin á leið af og var skorin í burtu að endingu. Herr RNGTOY missti annan og fjórða gír vegna óvæntra gírskiptis-vandamála.
Morgundagurinn bíður okkar óþreyjufullur og kemur þá betur í ljós hvað gerist í málunum, en nokkuð víst er að bílarnir munu fá einhvern bata ef ekki fullann!
Það stendur til að vera hér í Nurburg og Spa næstu daga.... setjum inn meira á næstunni.
Kveðja á skerið!
Sæmi,
Sæmi,
Þórður,
Sveinbjörn,
Logi,
Baldur.
