bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 18:05

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 196 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 14  Next
Author Message
PostPosted: Sat 26. May 2007 01:52 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þá er ferðalagið hafið.

Í gærkveldi var tekið á móti byrjunarliði ferðarinnar í Hamborg. Enginn annar en Smári bílakaupmaður sá um að leysa út bifreiðar meðlima, að undanskildum einum sem var í vinnslu í Þýskalandi. Á hann þakkir skildar fyrir góða og hóflega verðlagða þjónustu þar á bæ, sem seint verður slegið við, en móttökurnar voru eftirminnilegar svo vægast sé sagt....

Náð var í félagana Þórð (Bimmer), Sveinbjörn (Alpina) og Sæmund (MR.BOOM) á lestarstöðina í Hamborg ásamt Baldri á hótelinu og ferðin byrjuð á bílferð í tveggja tímabelta bíl. Smári náði í liðið á forláta Cadillac sem er lengri en orð fá lýst, ef hann er á leið austur eða vestur þá eru farþegar í aftursæti í öðru tímabelti en þeir í framsætinu. Ófáir hálsar brustu við teygingar eftir þessu farartæki þegar farið var með ofantalda til kvöldsverðar í borg gámanna.

Að kvöldverði loknum var haldið "heim" á leið og lúin ferðabein hvíld fyrir átök dagsins. Snemma morguns daginn eftir var svo náð í félagana á AUDI RS 6 sem Sveinbjörn aka Alpina hélt ekki vatni yfir. Er svo komið að hann talar fullmikið um þetta farartæki og spurning hvar þetta tal muni enda!

Verður herr "!!!!!!!-----------Uber Taxi-------------!!!!!!!!!" að herr "----------!!!!!!!Allrad!!!!!!!!---------"????????

En nóg með það. Haldið var af stað og náð í farartækin sem biðu spennt eftir að spretta úr spori. Þórður tók smá þrifnaðarsession áður en haldið var af stað, bara til að keyra inn í skýfall klukkutíma seinna og gera bílinn nákvæmlega eins og áður en hafist var handa við þrifnaðinn.

Gripirnir þrír, E39 supercharged M5 "onno", E39 "imola" M5, SL55 AMG Carlsson voru svo staðnir átján bláa sem leið lá niður þýskaland til Nurnberg. Þar biðu 2 ferðafélagar í viðbót, þeir Sæmi (Saemi) og Logi (Logi) sem komu með lest frá Frankfurt til móts við byrjunarliðið og var náð í þá á lestarstöðina og haldið rakleiðis í bækistöðvar "Auto Tauber" þar sem fjórði fararskjótinn beið spakur, herr RNGTOY!

Auto Tauber höfðu þar lokið við breytingar á RNGTOY og var rætt um heima og geima þar á meðan snurfusaður var M5 "onno". Það kom nefnilega á daginn í 30° hér í Evrópu að loftkælingin var ekki alveg að gera sitt besta. MR.BOOM var ekki allskostar ánægður með loftkælinguna... eða frekar vöntun á loftkælingu í gripnum og lét það í ljós í talstöðinni á leiðinni. Baldur var ekki seinn á sér að segja hvað hann skildi það vel og hversu slæmt það væri ábyggilega að vera lofkælingarlaus. Hann væri einmitt í þessu að prufa í fyrsta skipti loftkælinguna í sætunum á SL bílnum.. sem virkaði bara glettilega vel.... ásamt lofkælingunni sem væri stillt á 18°.

Þessu loftkælingarleysi var kippt í liðinn hjá þessum snillingum og í framhaldinu staðnir 16 bláir (4x4) í rökkrinu og myrkri áleiðis á áfangastað. Gekk á ýmsu á leiðinni þar sem herra onno fékk hiksta þar sem hann fék !!!!!BARA!!!!! vont bensín. Það lagaðist svo með góðum slurk af V-power. Síðan var supercharger reimin á leið af og var skorin í burtu að endingu. Herr RNGTOY missti annan og fjórða gír vegna óvæntra gírskiptis-vandamála.

Morgundagurinn bíður okkar óþreyjufullur og kemur þá betur í ljós hvað gerist í málunum, en nokkuð víst er að bílarnir munu fá einhvern bata ef ekki fullann!

Það stendur til að vera hér í Nurburg og Spa næstu daga.... setjum inn meira á næstunni.

Kveðja á skerið!

Sæmi,
Sæmi,
Þórður,
Sveinbjörn,
Logi,
Baldur.


Image

Image

Image

Image

Image

Image

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Last edited by saemi on Sat 26. May 2007 07:05, edited 5 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 01:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Skemmtileg lesning. Verið duglegir að öppdeita þráðinn með infoi og sögum 8)

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 01:57 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Spennó :)

Verður gaman að heyra meira frá ykkur gömlu köllunum :lol:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 02:55 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Blasta helling af myndum og djúsi sögum 8) 8) 8)

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 03:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Leit að heyra með vandamálin...

Hvernig stendur á því að SC reimin fer alltaf af ?

Og hvað kom fyrir með gírana í RNGTOY ?

Endilega feed us more info ;)

Hlakka til að heyra sögur af ferðinni er ég sæki pústið mitt ;)

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 06:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Djöfulli gaman að lesa þetta, hvað á að gera í dag? sólbað og viðgerðir þar sem að það er lítið hægt að keyra í dag.

Leiðinlegt að heyra með bilanir, ég ætla rétt að vona að minn hangi í þokkalegu standi. :?

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 06:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
fart wrote:
Djöfulli gaman að lesa þetta, hvað á að gera í dag? sólbað og viðgerðir þar sem að það er lítið hægt að keyra í dag.

Leiðinlegt að heyra með bilanir, ég ætla rétt að vona að minn hangi í þokkalegu standi. :?


Það stendur til að fara til Hockenheim, það er víst driftkeppni þar og sýning hjá "tuner" fyrirtækjum. Svo er nú ábyggilega ekki rosalegt mál að gera við þetta sem er að hrjá tækin.

En drunurnar kalla, ekki slæmt að vakna við þetta. Rétt í þessum skrifuðum heyrðist svona íííííííííííkkkkkk-clonk..... mér líður eins og það hafi verið eitthvað bara slæmt í gangi upp á hring!

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 07:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
P.S. myndir komnar.

Verða í albúmi MR.BOOM hér í myndasafninu á kraftinum.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 07:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Varðandi reimina á bláa þá höldum við að það sem gerst hafi er að við
tókum bensín í gær og strax eftir það fór bíllinn að freta og trunta.
Ekki ósvipað því þegar Racelogic spólvörnin var að kicka inn.

Keyrðum hann í svolítinn tíma - reyndar bara á léttu átaki þar sem hann
gekk svo illa. Fórum síðan inn á Shell stöð og mixuðum slatta af
Vpower í tankinn. Tékkuðum síðan reimina eins og venjulega og þá
kom í ljós að hún var búin að hoppa eina ribbu framanaf sveifarás
pulleyinum. Þannig að hún var bara skorin af á staðnum.

Bíllinn hætti fretinu strax þegar við fórum af stað þannig að sennilegast
var þetta bara vont bensín. Skellum nýrri reim á í dag - nóg af þeim með.

Varðandi RNGTOY þá höldum við að það sé bracketið að aftan sem festir
gírstöng við boddý sem hafi losnað - hann komst í R, 1, 3 og 5 en 2, 4 og 6
voru óvirkir. Lögum þetta í dag.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 10:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
Gæti trúað að þetta sé rétt með RNGTOY lent í þessu á 520 bíl sem ég átti og þá komst hann bara í R 1, 3, 5 en ekki 2 og 4

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 10:23 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
sweet sweet, eg er einmitt ad chilla i berlin.... 30° og sol 8) 8)

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 15:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
8)

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 15:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Á túttunum tveimur hérna megin, búinn að þriggjalagavaxa GT, læka um 5mm að framan og allllt klárt í morgundaginn.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 17:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 14. May 2006 14:00
Posts: 1525
Location: Hér & þar
Gaman að fá að fylgjast með 8)

_________________
E21 - E30 - E36


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. May 2007 19:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
farinn að sjá botninn á rauðvínsflöskunni eftir 2-3 kampavín, allt klárt í hasarinn, MOTHERFUCKIN SPENNTUR. 8) 8) :shock: :) :twisted:

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 196 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 14  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group