Jæja það hlaut að koma að því, hlutirnir voru búnir að ganga of vel.
Lentum í því í Amsterdam að það var farið inn í bílinn okkar, járndóti hent í farþegahurðina og glugginn í small.
Þegar við komum að bílnum var bíllinn tómur að innan, auðvitað hugsaði ég nátturulega shit þeir hreinsuðu hann bara gjörsamlega. En þá kom svo í ljós að lögreglan hafi fundið bílinn svona, tekið dótið sem var eftir í honum og skilið eftir miða.
Fórum niður á lögreglustöð, gerði skýrslu og fékk draslið til baka.
Þegar ég fór svo að skoða hvað vantaði, (það var ekkert verðmætt þannig lagað í bílnum) en eina sem vantaði eiginlega var stóra Swix taskan mín,,, og sem betur fer var hún nú bara full af mat.. Hahaha.. Helvítis hálvitar. Eina sem var í töskunni sem ég sakna eru Mtech endarnir mínir og festingarnar fyrir mtech sílsana.. Fæ það í gegnum tryggingarnar bara til baka.
En eina sem ég er nátturulega pirraður yfir er rúðan, ég hringdi í tryggingarnar og þeir gera ekkert. Ekki með kaskó.
Þannig ég hringdi hingað og þangað og fékk nafn á fyrirtæki hér í Evrópu sem heitir Carglass, samdægurs var ég kominn með plexigler rúðu í staðinn sem lekur ekki og er erfiðara að opna heldur en orginalinn.
Orginal rúðan er ekki til hérna í Hollandi, mín var grænleitt lituð þannig það þurfti að sérpanta hana.
Lét panta rúðuna og senda hana til Carglass í Belgíu, Brussels.
Er núna í Antwerpen og fer til Brussels á morgun.. Svo til Lúx.
Total kostnaður við rúðuna er um 200 euros, sem er ekki svo mikið. Þetta er með plexi glerinu sem svínvirkar btw í rigningu.
Það er búið að rigna allann tímann meðan við vorum í Amsterdam.
Þanni þetta endaði bara vel, maður brenndi sig aðeins en núna er maður líka bara varkárri, þó það hafi ekki neitt verið verðmætt í bílnum þá var smotterí þar sem gæti hafað laðað þá að. Þeir alla vega spenntu upp hanskahólfið mitt sem var í rústi þegar ég kom að bílnum. Ég sem setti það saman úr 3 hálf skemmdum.. Anskotans.
Þeir sem gerðu þetta hafa gert þetta í dagljósi og ekki skipulagt þetta neitt, það hefur örugglega einhver komið að þeim fyrst þeir tóku bara eina tösku.
Hefði samt sem áður viljað komast aðeins í hnakkadrambið á þessum hálfvitum og kennt þeim að vera ekki að messa í mínum nýuppgerða E30... Anskotans niðursetningar.
En já , aftur að bílnum.. hehe
Hann er bara í góðu lagi. Vinnur vel og hljóðið er alveg guðdómlegt... Að stíga hann flatann á autobahn er bara svo gaman.. Fór í 3 km löng göng í dag með opinn glugga og topplúgu og
Eini gallinn við þetta setup er hámarkshraðinn, ég fer ekkert hraðar en 120 nema snúa bílnum yfir 4000 rpm, sem mér er ekki vel við til lengri tíma, negli honum alveg upp en slæ af líka mjög fljótlega.
En það er líka bara ágætt, ég skoða þá bara meira á meðan og næ að slappa betur af.
Er að hugsa um að kaupa mér ný afturljós svo einhver staðar hérna úti. Orginal bara og mála svo appelsínugula rautt. Mín leka aðeins og þéttikanturinn er alveg út að skíta.
Komið endilegala líka með einhverja bílastaði sem ég á að skoða! Fer til frakklands næst, ef það er einhvað líka í Belgíu þá endilega segið mér frá því.
Verð í netsambandi í Brussel þannig ég kem með myndir á morgun
