bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 18:16

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 1057 posts ]  Go to page Previous  1 ... 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34 ... 71  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. May 2007 19:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Jæja það hlaut að koma að því, hlutirnir voru búnir að ganga of vel.

Lentum í því í Amsterdam að það var farið inn í bílinn okkar, járndóti hent í farþegahurðina og glugginn í small.

Þegar við komum að bílnum var bíllinn tómur að innan, auðvitað hugsaði ég nátturulega shit þeir hreinsuðu hann bara gjörsamlega. En þá kom svo í ljós að lögreglan hafi fundið bílinn svona, tekið dótið sem var eftir í honum og skilið eftir miða.

Fórum niður á lögreglustöð, gerði skýrslu og fékk draslið til baka.

Þegar ég fór svo að skoða hvað vantaði, (það var ekkert verðmætt þannig lagað í bílnum) en eina sem vantaði eiginlega var stóra Swix taskan mín,,, og sem betur fer var hún nú bara full af mat.. Hahaha.. Helvítis hálvitar. Eina sem var í töskunni sem ég sakna eru Mtech endarnir mínir og festingarnar fyrir mtech sílsana.. Fæ það í gegnum tryggingarnar bara til baka.

En eina sem ég er nátturulega pirraður yfir er rúðan, ég hringdi í tryggingarnar og þeir gera ekkert. Ekki með kaskó.

Þannig ég hringdi hingað og þangað og fékk nafn á fyrirtæki hér í Evrópu sem heitir Carglass, samdægurs var ég kominn með plexigler rúðu í staðinn sem lekur ekki og er erfiðara að opna heldur en orginalinn.

Orginal rúðan er ekki til hérna í Hollandi, mín var grænleitt lituð þannig það þurfti að sérpanta hana.

Lét panta rúðuna og senda hana til Carglass í Belgíu, Brussels.

Er núna í Antwerpen og fer til Brussels á morgun.. Svo til Lúx.

Total kostnaður við rúðuna er um 200 euros, sem er ekki svo mikið. Þetta er með plexi glerinu sem svínvirkar btw í rigningu.

Það er búið að rigna allann tímann meðan við vorum í Amsterdam.

Þanni þetta endaði bara vel, maður brenndi sig aðeins en núna er maður líka bara varkárri, þó það hafi ekki neitt verið verðmætt í bílnum þá var smotterí þar sem gæti hafað laðað þá að. Þeir alla vega spenntu upp hanskahólfið mitt sem var í rústi þegar ég kom að bílnum. Ég sem setti það saman úr 3 hálf skemmdum.. Anskotans.

Þeir sem gerðu þetta hafa gert þetta í dagljósi og ekki skipulagt þetta neitt, það hefur örugglega einhver komið að þeim fyrst þeir tóku bara eina tösku.

Hefði samt sem áður viljað komast aðeins í hnakkadrambið á þessum hálfvitum og kennt þeim að vera ekki að messa í mínum nýuppgerða E30... Anskotans niðursetningar.

En já , aftur að bílnum.. hehe

Hann er bara í góðu lagi. Vinnur vel og hljóðið er alveg guðdómlegt... Að stíga hann flatann á autobahn er bara svo gaman.. Fór í 3 km löng göng í dag með opinn glugga og topplúgu og :twisted: :shock: :twisted:

Eini gallinn við þetta setup er hámarkshraðinn, ég fer ekkert hraðar en 120 nema snúa bílnum yfir 4000 rpm, sem mér er ekki vel við til lengri tíma, negli honum alveg upp en slæ af líka mjög fljótlega.

En það er líka bara ágætt, ég skoða þá bara meira á meðan og næ að slappa betur af.

Er að hugsa um að kaupa mér ný afturljós svo einhver staðar hérna úti. Orginal bara og mála svo appelsínugula rautt. Mín leka aðeins og þéttikanturinn er alveg út að skíta.


Komið endilegala líka með einhverja bílastaði sem ég á að skoða! Fer til frakklands næst, ef það er einhvað líka í Belgíu þá endilega segið mér frá því.

Verð í netsambandi í Brussel þannig ég kem með myndir á morgun :wink:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Last edited by gunnar on Sat 12. May 2007 23:42, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. May 2007 20:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 22. Mar 2006 02:34
Posts: 2847
deeemmm bara svekkjandi en gott að þetta var ekki meira tjón en þetta

_________________
Suzuki Sidekick 33" 1977


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. May 2007 20:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Hafðu ekki áhyggjur af snúningunum,
Ef þú biður um engine spec sheet frá BMW þá koma fram hverjir eru hámarkssnúningarnir sem má keyra vélina á í lengri tíma,
þ.e það sem BMW finnst vera í lagi, á S50 hjá mér var það 7000rpm

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. May 2007 20:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
gstuning wrote:
Hafðu ekki áhyggjur af snúningunum,
Ef þú biður um engine spec sheet frá BMW þá koma fram hverjir eru hámarkssnúningarnir sem má keyra vélina á í lengri tíma,
þ.e það sem BMW finnst vera í lagi, á S50 hjá mér var það 7000rpm


Ok prufa að athuga það.

Missi samt ekkert svefn yfir því að geta ekki keyrt hraðar. Erum ekki búin að keyra það mikið heldur, maður keyrir inn í borgina, leggur bílnum og labbar svo. Amsterdam, Berlín, Malmö, Köben. Þetta eru allt borgir sem er hundleiðinlegt að keyra í og bara dýrt að leggja.

Búinn að labba eins og fáviti í öllum borgunum og nenni ekki að taka lestar, asnalegur ferðamáti, er bara sneggri að labba um borgina :lol:

Kostar til dæmis 3.60 Euroes klukkutíminn í stöðumæli í Amsterdam.. Skuggalegt..

Svo eru líka stæði sem eru merkt með bláu og ef þú leggur í þau og mátt það ekki (stæði fyrir íbúa) þá færðu 300 evru sekt og færð svona dekkjalás á dekkið.. :shock:

Lagði í svona stæði í heilann dag.. :lol: Hehe sem betur fer var nú laugardagur og vaktmennirnir eflaust á McDonalds. Flottur..

Impra enn á skemmtilegum bílastöðum til að skoða!!! 8)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. May 2007 20:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Heh, ósjaldan sem maður sér bíla með þessa dekkjalása hérna :lol:

...oooog vertu bara sáttur að hafa ekki böstað þessa þjófa. Heilsan er mun meira virði en tilraun til að taka í hnakkadrambið á einhverjum dópistum. Ósjaldan sem þessir aular eru með skammbyssur, og svo hefur maður alveg heyrt af því að þeir noti sprautu með nál sem vopn, líkt og að hóta með hníf.

Gaman að fylgjast með þessu roadtrippi, en það sem ég skil ekki er afhverju geturðu ekki snúið honum hátt? Ertu að tilkeyra eftir einhverja upptekt á vélinni eða eitthvað? ...eða ertu ekki með revlimiter?

Og ef þú ert á 4krpm við 120, ertu þá ekki með alltof hátt drifhlutfall?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. May 2007 21:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Eggert wrote:
Heh, ósjaldan sem maður sér bíla með þessa dekkjalása hérna :lol:

...oooog vertu bara sáttur að hafa ekki böstað þessa þjófa. Heilsan er mun meira virði en tilraun til að taka í hnakkadrambið á einhverjum dópistum. Ósjaldan sem þessir aular eru með skammbyssur, og svo hefur maður alveg heyrt af því að þeir noti sprautu með nál sem vopn, líkt og að hóta með hníf.

Gaman að fylgjast með þessu roadtrippi, en það sem ég skil ekki er afhverju geturðu ekki snúið honum hátt? Ertu að tilkeyra eftir einhverja upptekt á vélinni eða eitthvað? ...eða ertu ekki með revlimiter?

Og ef þú ert á 4krpm við 120, ertu þá ekki með alltof hátt drifhlutfall?


Hlutfallið sem ég er með er 3.64, við þennan mótor er það of hátt, en í til dæmis E30 325 væri það sjálfsagt of lágt. Eða passlegt.

Ég hefði kannski getað tekið 3.23 (3.27?) drif. En þau liggja ekkert hvar sem er. Þeir áttu þetta drif og það var eins og nýtt þannig ég tók það bara.

Plús! , bíllinn verður heima, þannig þetta er skítnóg.

Það var eitt líka sem ég ætlaði að spyrja að. Tek eftir því að Kílómetramælirinn er alveg mad skakkur, 10 km ca. Samkvæmt GPS tækinu þ.e.a.s. Er það ekki bara útaf drifinu eða ? Eða eru mælarnir bara svona skakkir?

Er samt hundfúll að hafa ekki fundið neinn bíl til að leika við hérna.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. May 2007 21:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
E30 mælar eru skakkir by design.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 17. May 2007 16:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 14. Dec 2005 19:56
Posts: 9115
Location: Breiðholt, Reykjavík
Update? :D

_________________
Axel Jóhann Helgason. S. 695-7205


E34 Touring
Musso 2.9TDi

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 17. May 2007 16:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
NICE ferð.

þú póstar kanski hvenær þú verður í LÚX. Það er komin nett hefð á LC run á E60 fyrir gesti 8)

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 17. May 2007 18:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 07. Dec 2003 17:36
Posts: 4044
Location: undir bíl eða ofaná kellingu..
hehe virkilega kíl swap, góð ákvörðun hjá þér, bomba svo M50 soggrein á þetta.

komdu með myndir drengur...

_________________
Aron Jarl Hillerz
1987 BMW e30 M-tech I Turbo (400+hp / 600+nm)
1990 Civic EF B18C6 (190hp)
1997 Subaru Legacy (winter)
1973 Malaguti Bolognia 49cc (2hp)
Go-Kart Rotax 125cc


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 17. May 2007 18:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Leiðinlegt að heyra með skemmdirnar... alltaf ömurlegt að koma að bílnum sínum öðruvísi en maður skildi við hann :!:

Ég var að rönna 3,45 fyrst við M50... fannst það alveg arfa-slappt þannig að ég get skilið hvernig þér finnst 3,64...

Ég er mjög sáttur með 3,15 og það er hlutfallið sem að er að virka fyrir mig...

Hlakka til að sjá bílinn in person þegar að þú kemur heim og jafnvel kannski fá rúnt 8)

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. May 2007 20:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
fart wrote:
NICE ferð.

þú póstar kanski hvenær þú verður í LÚX. Það er komin nett hefð á LC run á E60 fyrir gesti 8)


Damn, ég var að lesa þennan póst hjá þér núna, ef maður hefði vitað þetta að þá hefði ég stoppað í lúx, skippaði henni kinda.

Sé til hvort maður renni við á leiðinni til baka.

Ég er alla vega staddur í Dijon hérna núna og guð minn góður hvað það er fallegt hérna, fór að skoða einhver kastala og vegirnir :shock: :shock: :shock: Orðum það bara þannig að kærastan er ennþá bílveik.. híhí.

En já smá leiðindi enn meir, ferðatölvan hennar bilaði.. Ok great, mín er enn í lagi en ferða áætlunin okkar og allir staðirnir sem við ætluðum að skoða voru inn á henni...

OG!!!!!!

GPS TÆKIÐ BILAÐI Í DAG...

Og nei ég er ekki að grínast, það kveiknaði bara ekkert á því þegar við vorum búin í þessum kastala.. Þannig ég keyrði 60 km bara eftir minni og í gegnum alla Dijon borg, tókst á endanum að komast upp á hótel.. En það er ekki minn versti ótti.

Við þurfum að leggja af stað á morgun, með ekkert gps tæki og ekkert kort!

Jú eitt annað, mér finnst mótorinn minn glamra of mikið, ekkert m20 glamur en bara of mikið fyrir M50/M52, er E30 bara svona óþéttur að ég heyri þetta , man ekki eftir þessu úr mínum gamla.


Ætlaði líka að pósta hvort einhver hérna eigi TomTom gps tæki og hefur lent í því að það hefur ekki kveiknað á því? (mitt tæki er sem sagt tom tom) Ég var sem sagt að nota það í dag og svo þegar ég ætlaði að kveikja aftur á því þá bara vildi það ekki í gang. Mér finnst samt ef ég legg eyrun upp að því eins og það suði í því, og ef ég ýti á %ON% takkann að það kemur smá tíðnibreyting. En ekkert á skjáinn.

Ég er búinn að prufa reset takkann og allt sem mér datt í hug, búinn að rífa það örlítið í sundur en ég finn ekkert sem ætti að vera að.

Btw, getið fylgst betur með myndum og svona inn á http://www.123.is/ferdalangar (síða fyrir fjölskylduna)

Ah yes, kannski best að spyrja að því hér, ferðavélin hjá kærustunni dó eins og ég sagði, hún sem sagt blue screenaði og segir að sig vanti skrá í system skránna. Og ég er ekki með windows diskinn þannig ég get ekki repairað hana. Er hægt að nálgast þessa diska einhvers staðar á netinu?

Shit þetta er búið að vera jákvæður póstur!

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. May 2007 20:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
HA!


Ég náði að laga tækið!!! Helvítis made in china drasl!!!


Er enn samt í veseni með windowsið þannig ef þið hafið einhverja hugmynd með það þá væri það frábært.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. May 2007 21:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Eitt enn.

Ég horfði á Top Gear þátt áður en ég fór út þar sem þeir keyrðu yfir einhverja rosalega brú í frakklandi, man einhver hvar hún er eða hvað hún heitir.

Er á google að leita en það myndi bara auðvelda mér mikið ef einhver gæti nefnt hana.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 20. May 2007 21:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
hún er í suður frakklandi allavega.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 1057 posts ]  Go to page Previous  1 ... 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34 ... 71  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 23 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group