bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 22:04

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: 911 GT3 RS
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 11:23 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 27. Jul 2003 20:34
Posts: 297
Location: 101
Image
Image

Nýji 911 GT3 RS - óþarflega retro þykir mér. Hann lítur út eins og 2.7RS eftir að hafa brunnið út sem rokkstjarna, farið í meðferð og safnað bumbu..
Liturinn á felgunum er viðbjóðslegur og röndin spillir honum endanlega.

Ég er að spá í að fá mér frekar bara venjulegan GT3 :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 11:26 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 27. Jul 2003 20:34
Posts: 297
Location: 101
Ehm. Ég sendi þetta reyndar inn í Almennar Umræður..


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 11:30 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Þetta er ógeðslegt ... :(

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 12:01 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 13:18
Posts: 315
Location: Neðra
Hann minnir pínulítið á Johnny Rotten, nema Rotten viðurkennir að hann er sell-out.

Annars væri gaman að finna rokkstjörnu sem var ung, spræk, falleg og hæfileikarík '72/'73 en er feit, ljót og lifir á fornri frægð í dag :D

Reyndar er örugglega the shit að keyra þennan bíl, en ég tek hann án rauða trimmsins. Þetta var flott á 2,7 RS, 2,8 RSR og 3,2 CS en EKKI á þessum.

Hafið þið annars tekið eftir því að aftan á GT3, undir vængnum, leynist svona lítill ducktail spoiler. Asnar.

_________________
Kalli - Mal3
Bow down to Daihatsu power!
Daihatsu Charade TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 12:03 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 03. May 2003 18:27
Posts: 834
Já já þetta væri allt í góðu ef þessar ógeðslegu rauðu klessur væru ekki með

_________________
XC 90 2005 V8 (frúarbíllinn)
Suzuki Hayabusa GSX1300R 1999
B3 biturbo 2008 #101 (on it's way)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 12:09 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 13:18
Posts: 315
Location: Neðra
benzboy wrote:
Já já þetta væri allt í góðu ef þessar ógeðslegu rauðu klessur væru ekki með


Mér finnst bara alltof illa unnin smáatriði í seinni 996 bílunum. Einu þeirra sem er verulega laglegir eru Turbo og Carrera 4S sem er aðallega vegna þess að þeir eru með mun stílhreinni framsvuntu.

Hönnun hjá Porsche hefur hrakað því miður. Þeir eru of uppteknir af því að missa ekki niður "brand identity" frekar en að hanna fallega bíla.

Hér áður fyrr var þetta identity ekkert atriði, en það má reyndar deila um fegurð eldri Porsche bíla, en mér finnst þeir flestir samt hafa sérstakan stíl og alls ekki ljótir.

_________________
Kalli - Mal3
Bow down to Daihatsu power!
Daihatsu Charade TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 22:27 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 16. Jun 2003 18:57
Posts: 586
Location: Grafarvogur
Mér finnst nú þessar línur ásamt felgunum alveg taka flotta lúkkið burt frá bílnum. Ég horfði á þetta og fæ hræðilegt "flashback" frá Fast and the furios.

_________________
Hlynur
Mercedes Benz - E420 Sportline V8 - - - ///AMG kit, eilífðarverkefni
Mercedes Benz E220
www.amigo.is
X: 6x W124, Justy, Volvo, Rolla


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 09. Aug 2003 00:54 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Bara hafa felgurnar gráar og þá verður hann alveg FÍNN! Já takk einn fyrir mig....

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 10. Aug 2003 01:32 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 13:18
Posts: 315
Location: Neðra
E34 M5 wrote:
Bara hafa felgurnar gráar og þá verður hann alveg FÍNN! Já takk einn fyrir mig....


Efast ekki um að þetta sé dúndurkerra, en hann verður víst bara boðinn í hvítu með rauðu eða bláu trimmi. Haarm Lagay verður að fara að taka lyfin sín aftur...

_________________
Kalli - Mal3
Bow down to Daihatsu power!
Daihatsu Charade TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 10. Aug 2003 10:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Mér finnst ágætt að halda í forna frægð........

Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 10. Aug 2003 14:02 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 13:18
Posts: 315
Location: Neðra
Alpina wrote:
Mér finnst ágætt að halda í forna frægð........

Sv.H


Nei, en hvernig er það gert? Með því að gera það sama aftur eða taka djörf skref fram á við? Ætli BMW fari og geri M3 CSL "Batmobile" edition bráðum?

_________________
Kalli - Mal3
Bow down to Daihatsu power!
Daihatsu Charade TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 10. Aug 2003 14:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Þetta er nú skemmtilegt innlegg hjá ,,LOTUSBOY,,((((MAL3)))

það væri nú örugglega hægt að selja eitthvað af BATMOBILE
en eins og MAL3 nefnir réttilega þá er eflaust ekki sama hvernig nútiminn
réttlætir nýjar útfærslur sem eru byggðar af gömlu útliti........

Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 10. Aug 2003 15:55 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 13:18
Posts: 315
Location: Neðra
Ég tek þessu nýja viðurnefni sem hrósi og sný út úr gömlum og gildum málshátt í því tilefni: Lotusness is next to godliness :D

Ég er einmitt búinn að vera að pirra mig yfir því sem mér finnst misskilningur hjá útlitshönnuðum og bílaframleiðendum á orðinu arfleifð eða heritage á ensku.

Sumir þessara virðast halda að það sé að halda í arfleifð að setja grill líkt því sem fannst á sportkappakstursbíl árið 1930 framan á ofurbíl fyrir 21. öldina.

Aðrir virðast skilja arfleifð betur. Bristol var ekkert að velta fyrir sér hvort útlitið á nýja Fighter bílnum væri líkt öðrum bílum Bristol, þeir vissu að hann yrði sannur Bristol ef þeir myndu hanna bíl skv. sömu hugmyndum og áður. Framfarir í tækni hafa stundum þau áhrif að útfærsla á sömu hugmynd er gjörólík því sem áður hefði hentað.

Peter Wheeler, eigandi TVR, skilur þetta líka. TVR snýst um að búa til bíla með gnótt afls, létta smíði og hráa eiginleika. Þannig hefur TVR aftur verið. Ef Wheeler færi að halda að það væri að halda uppi arfleifð að herma eftir útliti eldri bíla TVR fengjum við væntanlega fleiglaga blæjubíla. Í staðinn fáum við bíla sem eru jafn ólíkir og Tuscan, Cerbera, Tamora og T350C. Það er samt svipur með þeim og maður þekkir þá sem TVR, en það er bara ekki verið að eltast við að hafa sömu gimmick í útlitinu.

Versta brot í þessu efni? Að reyna að láta jeppa líta út eins og Porsche 911...

_________________
Kalli - Mal3
Bow down to Daihatsu power!
Daihatsu Charade TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 11. Aug 2003 10:46 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
LOL - I LIKE THIS LOOK A LOT!

Hvítur á rauðum felgum - þetta er nógu eighties fyrir mig.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 12. Aug 2003 00:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Mér finnst hann ekki það slæmur, finnst hann alltaf fallegri í hvert skipti sem ég sé hann (myndina af honum).

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group