Ég tek þessu nýja viðurnefni sem hrósi og sný út úr gömlum og gildum málshátt í því tilefni: Lotusness is next to godliness
Ég er einmitt búinn að vera að pirra mig yfir því sem mér finnst misskilningur hjá útlitshönnuðum og bílaframleiðendum á orðinu arfleifð eða heritage á ensku.
Sumir þessara virðast halda að það sé að halda í arfleifð að setja grill líkt því sem fannst á sportkappakstursbíl árið 1930 framan á ofurbíl fyrir 21. öldina.
Aðrir virðast skilja arfleifð betur. Bristol var ekkert að velta fyrir sér hvort útlitið á nýja Fighter bílnum væri líkt öðrum bílum Bristol, þeir vissu að hann yrði sannur Bristol ef þeir myndu hanna bíl skv. sömu hugmyndum og áður. Framfarir í tækni hafa stundum þau áhrif að útfærsla á sömu hugmynd er gjörólík því sem áður hefði hentað.
Peter Wheeler, eigandi TVR, skilur þetta líka. TVR snýst um að búa til bíla með gnótt afls, létta smíði og hráa eiginleika. Þannig hefur TVR aftur verið. Ef Wheeler færi að halda að það væri að halda uppi arfleifð að herma eftir útliti eldri bíla TVR fengjum við væntanlega fleiglaga blæjubíla. Í staðinn fáum við bíla sem eru jafn ólíkir og Tuscan, Cerbera, Tamora og T350C. Það er samt svipur með þeim og maður þekkir þá sem TVR, en það er bara ekki verið að eltast við að hafa sömu gimmick í útlitinu.
Versta brot í þessu efni? Að reyna að láta jeppa líta út eins og Porsche 911...
_________________
Kalli - Mal3
Bow down to
Daihatsu power!
Daihatsu Charade
TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum
