Dr. E31 wrote:
Ef þú ert að spá í 850i þá þarftu að grand skoða bílinn, það þíðir ekkert að sparka í dekkið og segja " það er gott í þessu" og kinka kolli.
Það verður ALLT að virka, allt, ljósin; sóllúgan; gluggarnir; sætin; vélin; skiptingin.
Ef innréttingin er eitthvað sjúskuð eða eitthvað brotið í henni getur verið rosalega dýrt að kaupa nýja panela.
Þetta er krúser, GT bíll, þetta er EKKI spóltæki, treistu mér, þannig að fjöðrunun er mjög mikilvæg allur titringur eða óeðlileg hljóð þaðan skal skoða betur, partar í fjöðrunina eru dýrir.
Skoðaðu bílinn og fiktaðu í ÖLLU til að athuga hvort það virkar.
Verðið, 2.850þ, finst mér alveg ásættanlegt, samt ferkar í hærra lagi. En það er alltaf hægt að prútta.
Ég mundi ekki setja minna á minn;) .
Hérna er ágætis listar sem þú getur farið eftir:
http://www.e31faq.com/info/00/BuyersGuide/BMWE31_PrePurchase.pdfhttp://www.e31faq.com/info/00/BuyersGuide/BMWE31_PrePurchaseChecklist.pdf
Innréttingin í þessum E31 er flawless, það er ekki eitt aukahljóð í honum og bíllinn er frábær, það eru nýjar fóðringar í öllu, subframe og bókstaflega öllu, bíllinn var Diamantschwarz en var heilmálaður í 313 Cosmicschwarz og hann er mikið fallegri þannig.
Þessi bíll er ekinn fáránlega lítið (ég man ekki hvað lítið en fáránlega lítið) og ef að ég ætti að velja á milli bílsins hans Inga og þessa bíls þá myndi ég velja þennan og það einfaldlega útaf litnum og engu öðru.
Það er ekki hægt að gera upp á milli þessara tveggja bíla
