Hlynzi wrote:
Nefndu mér einhverja svona outstanding bíla, líkt og Lamborghini eða BMW M5 og álíka í japan ?
Það er nú persónulegt hvað er outstanding bíll og ég held að hvergi í heiminum séu gerðir bílar í líkingu við Lamborghini!
En það hefur komið ýmislegt prýðilegt frá Japan samt. Svezel nefndi Honda NSX og það eru sannarlega bílar á heimsklassa. Þóttu af mörgum betri en 911 þegar þær komu fyrst og Ferrari fékk frekar slæmar hægðir yfir samkeppninni.
NSX er alvöru ofurbíll, smíðaður úr áli, en samt mjög nothæfur og traustur bíll. Ayrton Senna aðstoðaði við að fínpússa aksturseiginleikana!!!
Annað sniðugt frá Japan er t.d.:
Mazda MX-5 - endurreisnar sportbíll
Mazda RX-7 - ótrúlega fallegur bíll með kraftmikla Wankel vél
Nissan 300ZX TT - prýðissportari með sérstakt útlit
Subaru Legacy Turbo - hefur kannski ekki snobbmerki en öflugur stór fólksbíll
Það er í rauninni af nógu að taka, bara spurning hvað maður vill. Athugið að flest merki sem hafa "snob value" hafa verið að selja bíla lengi á vesturlöndum. Ferrari, Lotus, Lamborghini og Porsche eru enn á unglingsárum m.v. Benz, Bentley, Rolls Royce, Alfa Romeo, Aston Martin o.s.fr.
_________________
Kalli - Mal3
Bow down to
Daihatsu power!
Daihatsu Charade
TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum
