Skemmtileg umræða og ég er sammála mörgu sem fram hefur komið og öðru ekki. Ég er nú ekki Íslenskur stjórnmálafræðingur heldur úttlenskur þannig að hef ekki rannsakað þetta sjálfur, nema með tilliti til þáttöku Íslands í ESB og EEA/EFTA, en það er annað mál.
Hitt er að vextir, viðskiptahalli ásamt fleiru er á villigötum á Íslandi eins og allir vita.
Það er stundum soldið sjokkerandi að horfa á þetta erlendis frá. Það kemur fyrir að ég les Íslensk blöð og á laugardag var þessi dæmisaga í FB:
Það er síður en svo allt satt og rétt í Fréttablaðinu en þetta er væntanlega ekki fjarri lagi. Hvernig er hægt að hjón með isk 650.000.- brútto mánaðartekjur skuldi 5000 kall hver mánaðarmót, og þá er ekki tekið tillit til lána annarra en bílaláns og ibúðaláns. Né er tekið tillit til tómstunda osfr.
Skattar á Íslandi eru ekki það háir miðað við önnur Norðurlönd sem dæmi til að orsaka þessa þróun. Fólk hefur það allmiklu betra víða annarsstaðar og þá án þess að vinna 50 tíma á viku. Íslendingar kalla það kannski aumingjaskap en ég kýs að kalla það lífsgæði.
Hitt er að ég skilaði auðu, enda enginn valkostanna sem ég get fengið mig til að kjósa.
Þar kemur aftur að öðru vandamáli á Íslandi. Auð atkvæði eru alltaf talin með ógildum, auð- og ógild atkvæði voru xxxx, og um leið er verið að gera rödd þess fólks sem lýsir óánægju sinni með valkostina að engu. Gefa skít í það meira og minna sem er náttúrlega í meira lagi suspect.
G