bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 28. May 2025 20:46

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 24 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Bílasöluvesen
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 19:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Sælir...
Einn af mínum betri vinum er nú búinn að koma sér í soldin bobba, hann seldi "félaga" sínum bíl sem hann á. Félaginn segir honum að greiðslan komi í byrjun næstu viku fimtudag í síðastalagi (þetta er á föstudegi). Þeir gera með sér kaupsamning og ákv. að kaupandi sjái um umskráningu því hann segist þurfa pappírana fyrir lántöku eitthvað! svo keyrir þessi maður sína leið á bílnum.
Svo líður tíminn og ekkert gerist, eftir nokkra daga næst í manninn og hann kemur með einhverja svaka sögu um að hann hafi lent inn á spítala og biður um frest, sem hann fær.
Svo líður tíminn og ekkert gerist aftur, þegar að loks næst í hann þá segir hann að frændi konu sinnar hafi látist og þau séu að aðstoða við útförina, aftur er beðið um frest.
Enn líður tíminn og ekkert gerist frekar en fyrri daginn, maðurinn svarar ekki símanum sínum eftir þetta þannig að ég er beðin um að koma með honum til þessa manns, nú þegar þangað er komið fáum við þvílíka ræðu um að einhvað fólk hafi verið að hringja í hann og hann hafi orðið svo reiður að hann hefði bara ákveðið að svara ekki.
Eftir einhverjar viðræður segir maðurinn að lánið sé allt að ganga í gegn og verið svaka vesen með vitlaust reikningsnúmer og allur pakkinn og þetta verði komið í gegn á þriðjudag...þetta var orðið allt saman meira og minna gruggugt þegar þarna er að komið, þannig að við förum að athuga málin og auðvitað stendur ekki steinn yfir steini, og það sem meira er við komumst að því að hann er á vanskilaskrá!
í dag fórum við aftur til hans og ákvað vinur minn að vera ekkert að minnast á það að við séum búnir að kanna þetta, allavega það mætir sama bullið okkur aftur og kallinn sármóðgaður yfir þessu öllu saman og finnst við vera að gera honum allt illt með því að vera að biðja um að fá að sjá eitthvað yfir þetta...og aftur labbar strákurinn tómhentur út...

...þetta er soldil klausa þið vonandi afsakið :( en ég var að vona að hér væru kanski lögfróðari menn sem gætu kanski bent okkur á eitthvað sem við gætum gert í þessu? þetta er bíll uppá rétt yfir 1kúlu og það væri leiðinlegt að horfa á þetta fara í eitthvað meira bull en komið er :?

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 19:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Þarf ekki bara að sækja bílinn til þessa aðila og segja að hann geti fengið hann aftur ef hann geti reitt fram peninginn?

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 19:34 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Stendur í afsalinu að hann eigi eftir að borga, eða hvenær hann hafi ætlað að borga?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 19:37 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Sep 2005 14:08
Posts: 795
Location: Höfuðborgarsvæðið
Taka bílinn bara aftur einn tveir og þrír, ef gæinn vil ennþá kaupa hann þá skal hann bara greiða kaupverðið áður en bíllinn verður afhentur honum aftur.

_________________
Danni
Mercedes Benz Viano 2.2cdi 2003 "Langferðabíllinn"
Audi A6 1.8 1999 "garmurinn"
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 20:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Það er það sem ég er búinn að vera að segja honum, en því miður þá var bara tiltekinn upphæð á afsalinu en ekki dagsetning á greiðslu, sem gerir þetta heldur erfiðara að eiga við :(

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 20:23 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Apr 2005 23:22
Posts: 1445
Location: Reykjavík
er búið að skipta um eigendur ? ef ekki þá bara sækja bílinn ...


er ekki líka hægt að sanna að hann sé ekki búinn að borga ?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 20:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Er hann búinn að skila inn eigandaskiptum? Ef hann er ekki búinn að því getur kaupandinn ekkert gert við hann. Mjög sniðugt að klára ALDREI eigandaskipti fyrr en bifreiðin hefur verið greidd að fullu.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 20:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
Eigandaskiptin eru ekki gengin í gegn en strákurinn var það vitlaust að láta þennan "félaga" sinn hafa alla pappíra :?

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 20:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Chrome wrote:
Eigandaskiptin eru ekki gengin í gegn en strákurinn var það vitlaust að láta þennan "félaga" sinn hafa alla pappíra :?


Þá drífið þið ykkur niður í næstu skoðunarstöð eða umferðarstofu og skráið einhvern sem meðeiganda. Þá eru eigandaskiptablöðin sem kaupandi er með ÓGILD og hann getur bara borgað bílinn og ný eigandaskiptablöð verða gerð eða hann getur skilað honum.

Auðveld leið til að leysa þetta og nýr meðeigandi er með enga aukna ábyrgð heldur verður bara að samþykkja söluna. Þessvegna er best að meðeigandi verður foreldri eða einhver sem seljandi treystir 200%

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 20:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
það var einmitt svipað því sem við vorum að spá spurninginn er bara hvernig það gengur uppá afsalið að gera

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 20:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Chrome wrote:
það var einmitt svipað því sem við vorum að spá spurninginn er bara hvernig það gengur uppá afsalið að gera


Er afsalið undirritað af báðum aðilum ?

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 21:00 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Setja bara handrukkara í þetta. Þá verður hann fljótur að borga :lol:

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 21:06 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Sep 2004 18:09
Posts: 445
Location: Nesk.
hringdu bara í opus lögmenn. mæli með þeim. talar bara við Grím

_________________
mussi bubbi slappi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 21:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Siggi G wrote:
hringdu bara í opus lögmenn. mæli með þeim. talar bara við Grím


Hver ætli hafi bent þér á þá? :-k

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. Apr 2007 21:15 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Sep 2004 18:09
Posts: 445
Location: Nesk.
það varst þú :wink:

_________________
mussi bubbi slappi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 24 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 39 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group