Sælir...
Einn af mínum betri vinum er nú búinn að koma sér í soldin bobba, hann seldi "félaga" sínum bíl sem hann á. Félaginn segir honum að greiðslan komi í byrjun næstu viku fimtudag í síðastalagi (þetta er á föstudegi). Þeir gera með sér kaupsamning og ákv. að kaupandi sjái um umskráningu því hann segist þurfa pappírana fyrir lántöku eitthvað! svo keyrir þessi maður sína leið á bílnum.
Svo líður tíminn og ekkert gerist, eftir nokkra daga næst í manninn og hann kemur með einhverja svaka sögu um að hann hafi lent inn á spítala og biður um frest, sem hann fær.
Svo líður tíminn og ekkert gerist aftur, þegar að loks næst í hann þá segir hann að frændi konu sinnar hafi látist og þau séu að aðstoða við útförina, aftur er beðið um frest.
Enn líður tíminn og ekkert gerist frekar en fyrri daginn, maðurinn svarar ekki símanum sínum eftir þetta þannig að ég er beðin um að koma með honum til þessa manns, nú þegar þangað er komið fáum við þvílíka ræðu um að einhvað fólk hafi verið að hringja í hann og hann hafi orðið svo reiður að hann hefði bara ákveðið að svara ekki.
Eftir einhverjar viðræður segir maðurinn að lánið sé allt að ganga í gegn og verið svaka vesen með vitlaust reikningsnúmer og allur pakkinn og þetta verði komið í gegn á þriðjudag...þetta var orðið allt saman meira og minna gruggugt þegar þarna er að komið, þannig að við förum að athuga málin og auðvitað stendur ekki steinn yfir steini, og það sem meira er við komumst að því að hann er á vanskilaskrá!
í dag fórum við aftur til hans og ákvað vinur minn að vera ekkert að minnast á það að við séum búnir að kanna þetta, allavega það mætir sama bullið okkur aftur og kallinn sármóðgaður yfir þessu öllu saman og finnst við vera að gera honum allt illt með því að vera að biðja um að fá að sjá eitthvað yfir þetta...og aftur labbar strákurinn tómhentur út...
...þetta er soldil klausa þið vonandi afsakið

en ég var að vona að hér væru kanski lögfróðari menn sem gætu kanski bent okkur á eitthvað sem við gætum gert í þessu? þetta er bíll uppá rétt yfir 1kúlu og það væri leiðinlegt að horfa á þetta fara í eitthvað meira bull en komið er
