Í dag fór ég í tækniþjónustu bifreiða til að kaupa klossa og þreifara. Það er nú kannski ekkert merkilegt en þegar ég er búinn að kaupa klossana þá segir Hafþór í TB mér frá hugmynd sem hann og stofnendur þessa klúbbs hafi viðrað nú í haust.
Hugmyndin er að hafa dag, kannski í vor, þar sem félögum þessa klúbbs gefst tækifæri til að láta mæla (í dyno) kraft Bimmanna sinna. Hinir hæstvirtu stofnendur þessa klúbbs þurfa víst bara að ræða þetta við þá hjá TB til að fá öll smáatriði á hreint en þar er víst talsverður áhugi á samstarfi. Ef af þessu verður þá væri þetta alveg frábært til að mæla mun með eða án kubba og tölvu frá Gstuning.
Einnig nefndi Hafþór að þeir séu að spá að veita öllum félögum í þessum klúbb fastan 15%afslátt hjá sér og gaf hann mér einmitt 15% af því sem ég keypti því hann hélt ég væri einmitt meðlimur. Ég er alveg gríðarlega ánægður með þetta og verð að öllum líkindum fastakúnni hjá TB.
Þessu kem ég hér með á framfæri og þurfa stofnendurnir bara að ræða þetta við þá hjá Tækniþjónustu Bifreiða.