Það tekur mig sárt að auglýsa gullið sjálft til sölu...
eftir langar og erfiðar umræður seinustu daga þá höfum við ákveðið að setja þennan á sölu, um er að ræða 1975 árgerð af 2002 turbo, keyrður 200 þús.
athugið að það er enginn æsingur fyrir sölu, svo að ég er ekki að reyna að fá bara eitthvað smotterí fyrir gripinn
Tímaleysi, og heilsan hjá gamla er aðal ástæða fyrir sölu, þetta er ekki ákvörðun sem tekin var í skyndi heldur höfum við farið yfir alla mögulegar leiðir og þetta er eina sem við sjáum úr þessu, hann fer á morgun á sölur úti þar sem við búumst ekki við að hann seljist hér heima.
bílinn selst í núverandi ástandi, sem er nokkurnveginn svona:
eins og sést er nýbúið að sprauta skelina, við komumst að því fyrir stuttu að frammendinn hefði tjónast, og illa viðgert, það á eftir að sprauta frammenda s.s.
Með bílnum koma hurðir, sílsar og bretti ósprautuð, ég sel með bílnum málinguna (chamix white, sérstakur turbo allavega þetta ártal á 2002 bílunum) sem við redduðum fyrir sprautun til að hann væri orginal
Ryð er að hrjá hann í afturenda, og er búinn að fara talsverð vinna í hann núþegar,
einnig selst með
Önnur blokk með trúbínu
annar 5 gíra og einn 4 gíra kassi
nitro kerfi
2x drif
ýmsir body hlutir (notað, s.s. húdd, hurðar, bretti)
áhugasamir geta haft samband við mig á
kristjaneinar@hive.is
engin dónatilboð þar sem þetta er ekki það sem við viljum gera.
Vill benda á að það á hellings vinna eftir að fara í bílinn til að hann sé í topp standi, best væri að fara yfir bensínverkið sem fyrst.
Get bætt við að ýmislegt er nýtt í honum, t.d. bremsuklossar og legur
Með tár í augunum
Kristján Einar
_________________
Kristján Einar
[url=http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14304]
BMW 2002 Turbo ´75[/url]
gstuning wrote:
Ég og þú skulum gifta okkur svo ég geti komist á þennan 2002 turbo