Ákvað að gera smá þráð um bílinn minn, þarf reyndar að fara taka betri myndir af honum en hann er inní skúr einsog er, tek kannski betri myndir þegar hann kemur út.
Um ræðir E36 318is 94 US.Spec Schwarz II
m42 140hp 1.8
eitthvað lítð af aukabúnaði, þríhyrningur, tengi fyrir magasín og eitthvað smotterí, fyrrv eigandi var búinn að endurnýja pústið frá Einari og setja k&n í orginal boxið.
Keypti þennan bíl svoldið sjúskaðann, reyndar meira en ég bjóst við en ég bara var óþolinmóður og pirraður eftir árangursríkaleit af bíl og bílleysi almennt, svo ég sló bara til.
Og brátt hlóðst viðhaldið upp og skipt var um dempara allan hringin afturljós,stefnuljós osfr osfr osfr.
og núna er ég með hann inní skúr, búinn að skipta um loftsíu barka þarsem að það var rifa á honum á stærð við lófann minn, á eftir að skipta um mælaborð,vatnslás,þrífa hann allan að innan, setja stærri hátalara svo eitthvað sé nefnt.
nokkrar gamlar myndir...
Einsog sést eru þarna króm gírhnúður,hurðaopna ramminn og fleirra ógéð en ég keypti meðal annars orginal tau mottur, mtec gírhnúa með ljósi svörtu ramman a osfr smá dekur, mig langar meðal annars að kaupa chrome angel eyes+chrome kastara, í stíl við hin ljósin, lækkunargorma og einhverjar smart felgur, en ég sé til, lítið af brynjólfum einsog stendur, en er að leita mér að aðstöðu þarsem ég og vinur minn munum sprauta hann svartan aftur
meira er það ekki í bili, reyni að taka fleirri myndir um helgina.