Jæja ég var víst búinn að lofa einhverjum myndum í kvöld. Það er býsna erfitt að ná góðri mynd af greyinu inn í skúrnum sökum plássleysis. Hann er líka ennþá skítugur síðan ég tók hann heim.
Meðan ég man það, má ég bóna hann svona stuttu eftir að það er búið að mála hann? Vika rúmlega ? Var bara að hugsa hvort það væri í lagi að skella á hann smá bónhúð til að vernda lakkið. Hvernig bón er best fyrir svona svarta bíla?
Eftir að ég var búinn að koma bílnum inn þá ákvað ég að byrja ekki strax á honum sjálfum. Maður stendur sig alltaf að því að byrja strax á the good stuff og svo hendir maður sér af stað og svo finnur maður aldrei neitt útaf því það er allt í drasli og útum allt. Þannig ég ákvað að byrja á því að taka allt draslið úr honum, taka til inn í skúr og setja allt draslið sem mig vantar á vísa staði svo ég geti gengið að því vísu. Þoli ekki að vera kominn af stað í einhvað og þá vantar alltaf einhvað stykki og maður endar á að leita að því of lengi.
Verkfæraborðið var því svona áður en var hafist handa í kvöld.
Kominn með dágóðann varahluta lager heima, á td eina fjóra afturlista á stuðarann.. En enginn samt eins góður og ég vildi að þeir væru, á eftir að sjæna þá til og ákveða hvern ég nota.
Jæja byrjum þá á fagra blakk.
Rúðulaus og allslaus. Hann er ekkert smá hár að aftan,,,, spurning hvort að sökin sé að gormarnir sem eru undir honum eru undan El Cabrio de bianco???
Búið að ganga frá innan í brettum og ryðverja.
Ætli "Allt í draslið" crewið taki að sér að þrífa og sjæna upp bíla að innan.. híhí..
Smettislaus og nýrnalaus.
Búið að gera og græja í skottinu.
Búinn að raða saman í vélasalnum. Týndi jörðinni af geyminum þannig ég bjó mér bara til aðra. Kagginn rauk svo í gang í fyrsta starti.
Áskotnaðist þetta fínasti armpúði frá honum JOGA hérna á spjallinu, hann sá aumann á mér að ég hefði engann armpúða til að keyra um með í Evrópu þannig hann seldi mér þennan á spottprís. Hann er frá Kamei. Ekki sá fallegasti en er sæmilega mjúkur og festist í sætisboltana.
Meira segja opnast og læti... Þetta er svo það sé auðveldara að komast í kassettu geymsluna...
Tók til svo á borðinu, varð nátturulega að stilla öllu upp og smella mynd af nýja draslinu. Það sem er þarna er sem sagt.
Nýjir kastarar.
Subframe fóðringar sem ég fattaði að væru í kassa hérna þegar ég tók til (var í skottinu á varahlutabílnum sem ég reif) Maður setur frekar Poly's ef maður fer út i þetta.
Loftsía
Smursía
Miðjur og nýjir límmiðar á þær
2x ný bmw merki á húdd og skott.
Smellur og það mikið af þeim.
Einhvað af shadowline listum.
Ný hurðahandföng (kostaði skít og ingeting í bogl)
Og einhvað meira drasl.. Þarf að ná í afganginn upp í vinnu á morgun ásamt því að ná í blessuðu innréttinguna úr bílnum.. Hlakka til að reyna koma henni þarna inn í þessa draslkompu...
Jimnyinn fékk svo þetta fína takkaborð fyrir kastarana. Smíðaði þetta í einhverri geðveilunni og skellti volt mæli í þetta fyrir aukageyminn.
Skipulagið á hreinu... Samt tekst mér að týna einu og einu
Jeppanum var vísað útur skúrnum þegar þetta skilti var sett upp.
Badboy lookið.
Glittir aðeins í rosso dælurnar undan þessum fallegu,,, bottlecaps felgum.
Ætlaði að sleppa því að pósta myndum af þessum hlut en fyrst maður er byrjaður að þessu lét ég það bara flakka..
Morgundagurinn fer sem sagt í að byrja þrífa drossíuna að innan og ég þarf að ditta að ýmsu þar inni áður en ég byrja troða öllu inn í hann aftur.
Hlakka svo innilega ekki til að fara festa listana á hann og þéttikantinn fyrir topplúguna og þetta leiðindarstuff. Var nógu böggandi að rífa þetta af hvað þá að koma þessu óskemmdu aftur á bílinn. Sjálfsboðaliðar?
Á svo von á Mtech svuntunum og stuðrunum í næstu viku og þá get ég farið að setja það á hann þannig að hann taki á sig smá mynd.
Jæja þetta er komið gott í bili, ætlaði að skrifa smá pistil bara en eins og þið fáu sem lásuð þetta til enda sjáið gekk það ekki alveg eftir.
