Spiderman wrote:
Ég prófaði svarta 92 bílinn, hann er með 1,6 lítra vél. Hann er fínn en hann lenti í svolítið slæmu tjóni en ég held að grindin sé ekkert skökk. Það hefði reyndar alveg mátt vanda aðeins betur til verks við sprautunina á honum. En ég er svolítið heitur fyrir þessum bíl. Mal3 hvað finnst þér sanngjarnt stgr verð fyrir þennan bíl? Þetta er tjónaður 92 módel keyrður 160 þús. Ég hef líka prófað rauðan 94 módel sem Hafsteinn félagi minn á er það kannski gamli bíllinn þinn? Það er mjög heillegur og góður bíll
Mig minnir að sá sem keypti minn rauða hafi heitið Haukur, en gæti misminnt. Ef þessi piltur er í lögfræði í HÍ og bíllinn er með póleruðum Voodoo álgírhnúð og einhverju trimmi í stíl er þetta mjög líklega minn.
Ég verð að vera sammála þér með verðið á þann svarta. Ef þetta væri góður bíll (akstur er no big deal ef það er hugsað um þessa bíla, minn var 100% áreiðanlegur) væri 500-600þ. tala sem mér fynndist fín. M.v. lýsingar myndi ég bara ekki vilja hann hreinlega, þannig að mitt verðmat er kannski út af kortinu.
Það verður samt að reikna með að það er ekkert ódýrt að flytja þessa bíla inn.
Varðandi '90-'97 bíla vs. '99 á 1200þ. verð ég að segja að ég myndi frekar vilja borga 700þ. fyrir gott eintak af eldri bílnum. Ég hef ekki keyrt nýrri týpuna en það er ábyggilega betri bíll en sú eldri. Mér finnst þeir bara hafa misst allan sjarma. Kannski er ég hlutdrægur í þessu máli, en mig langar bara ekki í nýrri gerðina og er alveg til í að spara mismuninn. Mig grunar líka að dómur sögunnar verði líkur mínum. Mazda er þegar farin að kaupa notaða Eunos Roadster (MX-5) í Japan og gera upp og endurbæta og selja beint. Þeir eru þegar orðnir klassík.
Svo vill stundum vera að verðmyndum á eldri, sérstökum bílum vilji vera dáldið öðruvísi en normið. En það breytir því ekki að ástand skiptir máli og í svona tilfelli mun meira máli en akstur og árgerð.
Síðast þegar ég var að spá í svona var annað hver MX-5 til sölu, ef ekki bara flestir. Ef mann langar í svona er bara mál að fara að leita og finna einn góðan. Mig myndi ekki langa í svona með öllum panelum að framan skökkum. En það er hins vegar æðislegt að eiga þessa bíla og ég mæli með að fólk sem hefur smekk fyrir svona láti slag standa.