E38 740ia 1994 (VO-886) eðalvagn til sölu.
Þyrfti að losna við hann sem fyrst, fer á góðu verði staðgreitt. Einnig má reyna uppítöku á ódýrari bíl, sér í lagi BMW, en vil helst sjá staðgreiðslu í boði fyrir vagninn.
Ég keypti bílinn með ónýtri vél. það var farin stimpilstöng sem eyðilagði blokkina í bílnum. Sett var önnur vél í bílinn úr E34 540i, ekin mjög svipað og þessi sem var í honum (211þús). Sú vél (sem er í honum núna) er ekin 205þús, BMW smurbók fylgir henni.
Í stuttu máli sagt, þá skiptum við skúra-Bjarki um vélina núna um daginn. Skiptum um ventlalokspakkningar, pakkdós á sveifarás að aftan, kerti og að sjálfsögðu ný olíuskipti og frostlögur. Vélin gengur mjög fínt og bíllinn skiptir sér smooth.
Ég er búinn að vera að snurfusa bílinn aðeins til, en ennþá má gera betur. Búinn að taka innréttinguna í gegn, skipta um stýri sem er ekki rifið eins og það sem var í honum, skipta um plasthlífar á sætunum, festa armpúðann á milli sætanna, laga lokið þar ofan á og ýmislegt smotterí.
Það sem er að í augnablikinu sem ég man er:
-Fjarlægðarskynjarakerfið er bilað (PDC). 3 auka skynjarar fylgja með.
-Sólgardínan aftur í fer ekki upp og niður nema með hjálp
-Snúningshraðamælirinn kemur ekki inn nema eftir að bíllinn hafi gengið í smá tíma. Þetta er skemmt mælaborð. Þetta kom í ljós eftir töluverða bilanagreiningu. Ekki var hægt að lesa af bílnum hjá B&L og ég þurfti að finna út hvað var að. Mælaborðið er að senda inn einhverja steypu og greinilega eitthvað að þar á bæ sem truflar kerfið. EINA sem þetta gerir er að það er ekki hægt að lesa af bílnum nema aftengja mælaborðið og snúningshraðamælirinn virkar eins og áður sagði. Hægt er að kaupa notað mælaborð og nota það, þá breytist kílómetrastaðan en allt virkar! Ég á meira að segja mælaborð sem ég ætla að prufa að setja í.
-Sóllúgan er eitthvað skrítin. Það þarf að ýta aftur og aftur á takkan til að opna hana.
-Það fylgir bara einn lykill með, en hann er nýr.
-Við aflesturinn kom í ljós að það er bilaður skynjarinn fyrir farþegasætið. Airbag ljósið er því á í 2 mín. eftir að startað er. Ef það á að losna við ljósið í þessar 2 mín, þá þarf að skipta um skynjara.
-Framsvuntan er brotin. Ekki þannig að það æpi á mann, en neðsti hluti hennar er smá útlitsgallaður.
-Vantar plasthlíf utan um sætisbeltið farþegamegin. Ég er að vinna í að panta þetta.
Ég er að vinna í þessum bilunum, skal ekki segja hvað ég fer langt í viðgerðunum. En reikna ekki með að laga PDC, framsvuntuna og gardínuna.
Helstu upplýsingar eru:
Bíllinn er ekinn 211þús.
Fyrst skráður 10.06.1994
Innfluttur frá Þýskalandi 30.07. 1999 akstursstaða þá c.a. 110.000km
Navarroviolet metallic með leðri í svipuðum lit.
Það helsta sem er af aukabúnaði:
-GSM sími
-Aðgerðastýri
-Hraðastillir
-Fjarlægðarskynjarar framan og aftan
-Rafdrifin gardína í afturglugga
-Hiti í framsætum
-Rafmagn í sætum með minni v/m
-"Komfort" sæti
-Glær ljós allan hringinn
-CD magasín í skottinu
-Rafstýrðir hauspúðar að aftan
-Sjálfdimmandi speglar
Rétt að minna á það að í staðalbúnaði er spólvörn sem þrælvirkar í snjónum og hálkunni.
Bíllinn er með lægra fjöðrunarkerfi en upphaflega, K&N síu (í original boxinu).
Skóbúnaður er original crossspoke 16" felgur undan E38, með sumardekkjum. Hægt er að fá hann með 18" BBS felgunum sem hann hefur verið á, það er auka 100þúsund í verði. Dekkin á þeim felgum eru slæm.
Bíllinn er nýskoðaður!
Verð: 650.000.- Það er ekkert áhvílandi þessum bíl.
Hér eru eldri myndir af bílnum með 18" felgunum og linkur á hann þegar hann var bíll mánaðarins.
http://www.bmwkraftur.is/desember/
Sæmi 699-2268
smu@islandia.is