Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll desembermánaðar er BMW 740ia '95
Bíll desember mánaðar er BMW 740ia árg. 1995. Þetta er sannkallaður forstjórabíll en í senn er hann sportlegur. Að utan er bíllinn mjög stílhreinn og flottur. Hann er klæddur navarraviolett-metallic lit sem fer honum reglulega vel. Það er búið að skipta öllum upprunalegu stefnuljósunum út fyrir glær sem undirstrika hreinleikann og flottu línurnar.

Skóbúnaðurinn er ekki af verri endanum enda eru 18" BBS RS2 felgur undir honum og utanum þær er vafið Michelin pilot sport gúmmí í stærðinni 245/45/18. Það er einnig búið að setja í hann lækkunargorma sem lækka hann og gera fjöðrunina mjög passlega stífa. Undir húddinu er vélin M60 V8 4.0L og er hún heil 286 hestöfl með K&N síu. Skottlokið er búið skemmtilegum fídus, en það er rafmagns lokun. Það er nóg að leggja lokið bara niður og það lokast sjálfkrafa.

Þegar inn er komið sést að bíllinn er ansi vel búinn. Hann er klæddur leðri sem er í stíl við litinn að utan en það er nefnilega fjólublátt líka. Framsætin eru hituð og rafdrifin með minni sem auðveldar allar stillingar, en tengt því er minni í stýri og speglum. Það eru ekki allt því höfuðpúðarnir á aftursætunum eru líka rafdrifnir. Í loftinu er að sjálfsögðgu rafdrifin topplúga sem opnast í báðar áttir. Bíllinn er búinn allskyns þægindabúnaði eins og PDC (park distance control) sem hjálpar mannig að leggja, ASC spólvörn, rafmagnsmiðstöð, farsíma, aðgerðastýri, hraðastilli og lengi mætti telja. Það er búið að setja Alpine CD magazine sem er tengt með útvarpssendi og er tíðnin stillt á útvarpinu og voila geisladiskurinn spilast í græjunum. Í hurðunum er búið að koma fyrir glás af hólfum sem er gott ef maður ætlar að geyma hluti.

Þegar allt kemur til alls er þetta frábær bíll. Það er rosalega þægilegt að keyra hann enda er hann hinn dæmigerði hraðbrautabíll. Það er ávallt nægilegur kraftur til staðar sama hvar maður er og á hvaða hraða. Ekki skemma góð sæti fyrir og mikill og góður búnaður til að auka þægindin!





Myndataka:Þröstur
Vídeóupptökur:Ingi og Þröstur
Greinaskrif:Gunni








BMW E38 740ia
 
Vélin
V8
4.0 Lítrar
32 Ventlar
286 hö/5700r
400 Nm/4500r
 
Gírkassi
5 þrepa sjálfskipting
 
Drif
Afturhjóladrifinn
 
Bremsur
Upprunalegar
Kældir diskar framan
Kældir diskar aftan
ABS
 
Fjöðrun
Lækkun 60/60mm
H&R Gormar
Koni sport demparar
 
Felgur & Dekk
BBS RS2 18"
Michelin Pilot Sport
 
Myndband