robert-750 wrote:
hlynsi wrote:
hmm.. þessi málning sem er seld í bílanaust. ég keypti einhverntíman málningu þar og heilsprautaði beint úr brúsonum á hilux sem ég átti. pússaði allt niður og notaði glæru og allt. svo allt í einu tók lakkið upp á því að flagna upp. ég þekki þetta ekki rosa vel. en mæliði með einhverjum öðrum stöðum til að kaupa málningu ? ? ?
Hlynur það þýðir að þú hafir ekki gért þetta rétt, en eins og áður var sagt Þú færð það sem þú borgar fyrir
betra að spara smá og borga aðeins meira á sprautuverkstæði
Ef þú ert að sprauta með spreybrúsa þá er það engan veginn sambærilegt. Það er akríl málning sem er ekki nægilega sterk til að nota sem bílalakk. Ef það fer t.d. smá bensín á það þá molnar það
Lakkið sem notað er í sprautukönnur á verkstæðum er með herði og mun sterkara en spreybrúsa dót...
Ath. ég er alls enginn sérfræðingur í þessum málum svo það getur vel verið að þetta sé ekki alveg nákvæmt hjá mér en ég kynntist þessu af eigin reynslu sem unglingur að sprauta skellinöðruna
