Þórir wrote:
Heldur betur og virkilega eitthvað sem menn hér þyrftu að kynnast betur. Mótorhjólasportið er eitt það best sem hefur komið fyrir mig, mér líður aldrei betur en þegar ég kemst út á hjólinu mínu.
En hvernig er það Ingvar, hvernig hefur R100 reynst?
Kveðja
Þórir I
Ég hef nú ekki mikið geta hjólað vegna veðurs, allt búið að vera á kafi í snjó og ég vil helst ekki fara með það í saltið. En ég var reyndar að koma úr smá túr núna enda allt þurrt og fínt 10 stiga hiti og fór ég sirka 25 kílómetra túr (var reyndar bara að sækja ein bók hjá skólafélaga en eitthvað teygði ég lopann).
Ég er alveg að fíla þetta hjól mjög vel - held þetta sé mjög ÉG. Ótrúlega góð kápan á því og þægilegt að keyra þetta. Maður er svona hægt og rólega að fikra sig áfram hvernig best er að taka beygjur á því og er ég búin að finna góðan kafla hérna hjá mér sem er umferðarlaus og með skemmtilegar beygjur.
Þetta er líka frekar létt miðað við annað sem ég hef prófað, mjög svona flickable enda lágur þyngdapunktur. Vélin er líka skemmtileg, togar mjög vel eins og sönnum boxer sæmir og það er hægt að dóla nánast allt innanbæjar í 3 gír þessvegna, togar fínt frá 2000 snúningum upp í 7 þús og vélin virðist líka kát á hærri snúning. Ég kláraði fyrsta tank áðan en hann er kannski ekki vel marktækur þar sem hjólið hefur verið lítið keyrt á honum, aðallega verið að setja í gang fyrir utan reglulega svo það verði ekki rafmagnslaust, en á það fóru 16 lítrar og var búin að keyra 200 (sem er auðvitað lélegt) en ég vonast til að þetta fari mun neðar.
Það er hinsvegar smá titringur í stýrinu á 60 kmh ef ég er með aðra hönd á stýri og líklega þarf að skipta höfuðlegur. Ég læt kíkja á það bráðlega, vil helst finna einhvern sérfræðing í þessum hjólum til að gera þetta, eða fara í umboðið, svo er spurning hvort maður reyni bara sjálfur (þarf reyndar einhver spes verkfæri í þetta). En annars, bara smooth tæki ef maður keyrir þetta rétt og frábært að nota í öllum veðrum út af skjólinu sem kápan bíður.