Varðandi tal hérna um atvinnu manna og þroskastig hérna langar mig að koma eftirfarandi á framfæri:
Ég sem "moddari" á þessu spjallborði vil persónulega ekki sjá skrif sem gefa upp upplýsingar um einkahagi annarra spjallverja, líkt og atvinnu þeirra. Þegar ég hef náð að grípa þráðinn glóðvolgan þá hef ég strokað slíkt út til að lágmarka dreifingu á ummælunum og sent svo póst til þess sem skrifaði ummælin. En að þessu sinni sá ég þennan póst það seint að ég sé engan tilgang í því að stroka þau út úr þessu.
Sumar atvinnustéttir draga að sér meiri athygli og umfjöllun en aðrar og það kostar óumbeðin samskipti bæði í vinnu og utan hennar. Mér finnst það sjálfsögð kurteisi að vera ekki að auglýsa hvað aðrir hafa að atvinnu og vil sjá það viðhaft hér á spjallinu. Þeir sem vilja leyfa öðrum að vita hvað þeir vinna við er að sjálfsögðu velkomið að tjá sig um það, en aðrir ættu ekki að vera að taka sér það vald að auglýsa einkamál annarra.
Varðandi þroska á spjallinu ...
Á meðan almennar samskiptareglur eru viðhafðar hér, þá er erfitt að grípa fram í og hefta umræðurnar. Ég get tekið undir að vissu marki að hér inni hefur minnkað mikið "kjarnyrt BMW mál".
Ég vil meina að þetta sé vegna þess að hingað inn hefur þegar komið stærsti kjarni BMW áhugamanna hér á landi. Þeir hafa þegar rætt um heitustu málin á síðum þessa spjallborðs og innlegg þeirra því minnkað. Helsta viðbótin sem kemur núna inn er nýir félagar, aðilar sem eru ekki eins "hard-core" og harðasti kjarninn hér inni. Eins gjarnan ungt fólk sem er ekki á sama þroskastigi og þeir sem hafa haft bílpróf í tugi ára. Ekki það að ég sé að segja að þeir séu óþroskaðir, einungis að þroski kemur einungis með árunum og með árunum breytast áherslur og viðhorf.
Eina sem hægt er að gera vil ég meina, er að passa upp á að ummæli séu laus við leiðindi í garð annarra (með agaðri umræðu og ritskoðun í neyð) og höfða svo til spjallverja á þá leið að hafa innlegg sín í þroskaðri kantinum og málefnaleg.
Það er ekkert gaman að hafa þetta allt bull og vitleysu og fíflalæti. Það nennir enginn að lesa svoleiðis. Allt í lagi að hafa húmor hérna, en sjálfsagt að takmarka rugl og bull. Annars endar þetta í því að maður nennir ekki að lesa alla þræðina hérna inni.
Þá endar þetta bara í "blýfótardæmi", aðilar hverfa héðan og fara á aðrar slóðir. Eigum við nú ekki að reyna að girða aðeins upp um okkur og halda aðeins utan um þetta spjall
