Zustand wrote:
Quote:
Já innihald þráðanna hefur þynnst allmikið síðustu misserin, svo mikið að
margir hörðustu (og bestu) hafa dregið úr skrifum sínum, það er nokkuð
augljóst.
Hinsvegar fær IvanAnders broskall frá mér, ekki oft sem menn biðjast
afsökunar á því sem þeir skrifa. Alltof sjaldan sem menn gera þetta..
En varðandi skyggðar framrúður eru þær hin mesta bölvun, það er
augljóslega gott að geta séð hvert sjálfur ökumaður bifreiðarinnar er að
horfa. Kannski tekur ökumaður "skyggðu" bifreiðarinnar ekki eftir þessu
því hann sér vel út, en hinir vita ekkert hvað hann ætlar að gera eða
hvert hann er að horfa.
Það skiptir að sjálfsögðu ekki nokkru einasta máli hvort þú sérð í smettið á einhverjum til að vita hvort hann ætli til hægri eða vinstri. Stefnuljósabúnaður (sem virðist vera flókinn og erfiður notkunar) á að koma í veg fyrir að maður þurfi að lesa í fésið á fólki hvort það ætli til hægri eða vinstri.
Ef það skiptir svona miklu máli, því eru þá verksmiðju-skyggðar rúður leyfðar? Þú sérð ökumanninn ekkert betur í gegnum þær.
Hver eru rökin fyrir því að verksmiðju-skyggt gler er leyfilegt en ekki venjulegar filmur?
Og annað, veit einhver hvernig þetta virkar í Evrópu/Bandaríkjunum? er þetta bannað þar?
Ef síðustu svör eru lögð saman þá er komin hressileg þversögn í túlkun þessara reglna.
Skyggt frammí bíl má ef það er vottað.
Rök gegn filmum frammí eru að þau koma í veg fyrir að rúður perlist og þannig í veg fyrir að ökumaður skerist.
Það er sem sagt í lagi að farþegi skerist á háls og drepist. M.ö.o. reglurnar ættu reglurnar klárlega að dekka bæði öryggi ökumanns og farþega en gera það EKKI.
Skyggðar rúður með filmum frammí bíl eru semsagt EKKI bannaðar vegna þess að ökumaður sést ekki eða vegna þess að það sést ekki út VEGNA ÞESS að skyggðar rúður eru leyfilegar ef þær eru vottaðar.
Afhverju eru þá filmaðar rúður bannaðar frammí ef skyggðar rúður eru það yfir höfuð ekki ?
Eru til dæmi þess að umferðarslys séu rakin beint til skyggðra rúðna frammí ?
Passar fólk sig ekki bara enn meir ef þeir sjá ekki andlit þess sem á næsta leik í umferðinni ?