bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 19. May 2025 20:23

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 36 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 12:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég fór með bílinn minn inn í B&L í morgun í skoðun (Inspection II) og ætlaði að láta yfirfara fyrir veturinn..

Núna var verkstæðið að hringja og þeir sögðu mér að framdempari væri sprunginn, það þyrfti að skipta um balanstangir, diska að framan og klossa og svo væri legur að aftan orðnar slappar. Stefnir í 150 þús kr reikning :(

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 12:20 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
ÚFFFFF.... déskoti er það dýrt maður! Hvað er hann ekinn hjá þér?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 12:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Þetta er ansi dýrt en þú getur nú fengið hlutina mun ódýrar en hjá B&L. Gætir t.d. athugað hjá Fálkanum með demparann eða hjá Tækniþjónustu bifreiða. Til dæmis er kúpling í minn bíl 17 þús krónum dýrari hjá B&L en hjá Fálkanum.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 12:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Hann var að renna yfir 100þús um daginn hjá mér.

Það er svo rosaleg bið eftir að fá tíma að ég nenni ekki að taka bílinn og þurfa svo að keyra í mánuð með bílinn í þessu ástandi. Það væri líklega hægt að spara eitthvað með því að kaupa dempara annars staðar en ég vil hafa þetta allt orginal og svoleiðis.

Ég ætla sko að heimta staðgreiðsluafslátt á þessu :evil:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 15:15 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
ótrúlegt í ekki eldri bíl.. :?

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 15:20 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hvaða árgerð er þetta aftur?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 15:32 
Ég hef einmitt hugsað mér að kaupa svona E39 BMW bráðum. En ef þetta er eitthvað sem er með þessa bíla, að eitt stykki dempari sé að springa í 4-5 ára gömlum bíl og það þurfi að skipta um allt draslið í hjólabúnaðinum og það kostar rétt innan við 150 þ kr að skipta um þetta, þá ætla ég ekki að kaupa mér svona bíla. Hvað með hina dempara, hvenær springa þeir þá? Kannski er það bara rétt að BMW bili alltof mikið.

Segjum svo að einhver hafi áhuga á að kaupa BMW E39 og það sé stutt í að svona dempari springi og að það væri allt svona í óstandi í hjólabúnaði, væri þá hægt að koma auga á það í söluskoðun svo maður lendi ekki í svona??


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 15:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Fyrst bíllinn er keyrður yfir 100 þús km er kannski ekkert óeðlilegt að eitthvað fari að gefa sig. Síðan verður að athuga að sjálfsagt er allaveganna þriðjungur af þessum reikningi fyrir Inspection II.

Það ætti að vera hægt að sjá flest svona í söluskoðun, t.d. fara demparar yfirleitt að smita út frá sér áður en þeir gefa sig alveg.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 16:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Það er ekki það sama BMW og BMW það er dýrt að gera við þessa bíla og menn fara misjafnlega vel með þá. Besta tryggingin er að skoða bílana mjög vel áður en maður kaupir þá, ef maður á ekki þeim mun meira af peningum.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 17:12 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Já, ef maður á BMW verður maður að sætta sig við að borga aðeins meira fyrir varahluti en ef maður ætti Toyota!

Það er nú líka aðeins skemmtilegra að keyra þá en Toyota!

En eins og segir fyrir ofan, þá er 150.000 náttúrulega ekki bara demparinn, heldur helling af vinnu við annað í Inspection II


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 19:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Þegar ég keypti þennan bíl af B&L í febrúar sögðu þeir að þetta væri toppbíll sem hefði alltaf verið þjónustaður af þeim. Mér fannst keyrslan dálítið mikil fyrir '98 módel af bíl en þeir fullyrtu að þetta væri toppbíll og ég heillaðist af aksturseiginleikum og þægindum bílsins.

Ég er sko enginn böðull á bílum og hugsa alltaf mjög vel um bílinn minn svo þetta kemur mér mjög á óvart. Einnig fann ég ekkert að bílnum í akstri en hafði tekið eftir því að kominn var tími á klossana að framan.

Ég er nú ekki alveg viss um að balanstangirnar og legurnar að aftan séu farnar því mér fannst maðurinn sem hringdi í mig ekki alveg með þetta á hreinu. Auk þess var ekkert að finna að stýrinu og ég keyrði dálítið greitt í gær og þá var ekkert að stýrinu.

Inspection II er nú um þriðjungur af verðinu eins og Kull sagði en samt finnst mér þetta dýrt.

Þegar ég næ í bílinn á morgun þá ætla ég að berja í borðið og heimta afslátt þar sem ég er stuttu búinn að kaupa bílinn sem er nú frekar nýlegur í mínum augum. Ég ætla sko að láta þá vita af því að ég muni sko ekki eiga viðskipti við þá í framtíðinni ef mér verður ekki rétt einhver hjálparhönd.

Það er þó eitt gott við þetta; hann var djöfull ljúfur í akstri fyrir svo hann hlýtur að verða alger draumur á eftir :roll:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 19:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
ég er nú samt nokkuð viss um að þeir eru bara að ýkja með að diskarnir séu ónýtir ! mér var sagt að diskarnir í mínum væru ónýtir en það er bara allt í lagi með þá. ertu ekkert búinn að spjalla við yfirmann verkstæðisins in person svona til að hafa þetta allt saman á hreinu og fá hann til að sýna þér þetta og annað slíkt ?? þetta er allavega ansi sver fjárhæð!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 19:42 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Ég var að velta því fyrir mér hvort það sé nokkuð mál að skipta um klossa að framan á 320i E-46. Nú er nefnilega ljósið komið og ég leit á þetta og sá að borðarnir eru nánast farnir. Ég hef skipt um klossa á öðrum bílum t.d. ryðguðum fíat og var að velta því fyrir mér hvort það væri eitthvað sem ég þyrfti að passa mig á.

Svo er ég að spá hvar best sé að kaupa klossa? ég vil hafa orginal klossa og var að spá hvort þeir séu eingöngu til hjá B&L.

Veit einhver hvernig þetta kemur að ábyrgðinni?

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 22:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Klossar eiga nú ekki að koma ábyrgðinni neitt við. Þú getur athugað hjá Tækniþjónustu bifreiða. Annars mæli ég með Mintex klossum, helmingi ódýrari og miklu minna bremsuryk.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Nov 2002 22:51 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég held ég mæli með þeim líka án þess að hafa prófað þá. Það er þvílíkur munur á bílunum okkar Kull - allt svart hjá mér!!! :|

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 36 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 129 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group