Þegar ég keypti þennan bíl af B&L í febrúar sögðu þeir að þetta væri toppbíll sem hefði alltaf verið þjónustaður af þeim. Mér fannst keyrslan dálítið mikil fyrir '98 módel af bíl en þeir fullyrtu að þetta væri toppbíll og ég heillaðist af aksturseiginleikum og þægindum bílsins.
Ég er sko enginn böðull á bílum og hugsa alltaf mjög vel um bílinn minn svo þetta kemur mér mjög á óvart. Einnig fann ég ekkert að bílnum í akstri en hafði tekið eftir því að kominn var tími á klossana að framan.
Ég er nú ekki alveg viss um að balanstangirnar og legurnar að aftan séu farnar því mér fannst maðurinn sem hringdi í mig ekki alveg með þetta á hreinu. Auk þess var ekkert að finna að stýrinu og ég keyrði dálítið greitt í gær og þá var ekkert að stýrinu.
Inspection II er nú um þriðjungur af verðinu eins og Kull sagði en samt finnst mér þetta dýrt.
Þegar ég næ í bílinn á morgun þá ætla ég að berja í borðið og heimta afslátt þar sem ég er stuttu búinn að kaupa bílinn sem er nú frekar nýlegur í mínum augum. Ég ætla sko að láta þá vita af því að ég muni sko ekki eiga viðskipti við þá í framtíðinni ef mér verður ekki rétt einhver hjálparhönd.
Það er þó eitt gott við þetta; hann var djöfull ljúfur í akstri fyrir svo hann hlýtur að verða alger draumur á eftir
