Þórir wrote:
Sælir.
Ég hef ekið í svona Highline bíl en félagi minn tók það að sér að aka honum sem brúðarbíl. Sá bíll var í eigu Gísla Gúmm, í B&L.
Sá bíll var einmitt með rafstillanlegum aftursætum, borð á sætisbökum framsæta, GSM síma aftur ( sem þótti aldeilis flott ) , kæli milli sætanna sem í var tvö glös sem voru með stálbotni en segulstál mátti finna í borðunum og ofan á consolinu sem kælirinn var í. Merkilegast þótti mér samt að í consolinu var takki en með honum mátti færa til farþegasætið frammí, svona ef ske kynni að "body guard-inn" væri farinn að taka of mikið pláss. Þetta var rosaleg kerra og það væri gaman að vita hvar þessi bíll er í dag.
Kveðja
Þórir I.
ég er að vinna hjá eiganda nákvæmlega þessa bíls. hann fullyrðir að þetta sé eini svona bíllinn. þessi bíll er í mjög góðu ástandi, vel við haldið og er ekki keyrður í saltinu. það vantar bara felgurnar undir hann þá væri hann súper ! ég hef bæði keyrt hann og verið skutlað í honum og ég verð að segja að það mjög gaman að sitja hægra megin aftur í fikta í sætinu fyrir framan sig

. já og glösin eru enn á sínum stað.