bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 20:20

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 21. Jul 2003 23:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Fór með bíl í Inspection I og ársskoðun hjá B&L á föstudaginn. Þeir voru mjög nice og allt þannig en ég ákvað að tékka sérstaklega eitt atriði. Áður en ég yfirgaf bílinn fyrir utan B&L um kvöldið þá fyllti ég rúðupisstankinn alveg. Setti svo miða í bílinn og bað þá um að sleppa því að skipta um perur og herða á handbremsunni sem var laus. Að mínu mati óþarfi að borga mönnum með 6700 á tímann fyrir að skipta um perur og herða lausa bolta!
Svo mætti ég og sótti bílinn þetta kostaði 36.120 og ég fékk 15% BMWKraftur afslátt. En á reikningnum stóð Rúðuvökvi 1,5 ltr. 204 kr!! Ég sagði afgreiðslumanninum frá þessu og hann skildi ekkert í þessu, þetta á ekki að geta gerst. Svo skiptu þeir um perurnar sem þeir áttu ekki að skipta um og hertu á handbremsunni ég ætlaði að gera þetta um helgina. Ég sýndi afgreiðslumanninum miðann og hann var mjög aulalegur. Ég nennti nú ekki að fá þetta til baka enda bara smá þjónustutékk í gangi.
En B&L lofuðu mér að bæta mér þetta upp næst, þeir verða minntir á það. Kannski voru þetta mistök maður veit aldrei, samt mjög skrýtið. Miðinn sem ég skrifaði var við skiptinguna í bílnum og þeir hringdu í númerið mitt sem stóð á miðanum þegar bíllinn var tilbúinn.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Jul 2003 00:17 
rúðupiss dæmið er undarlegt en þetta með miðann...
kannski sáðu þeir hann ekkert fyrr en bílinn var tilbúinn
og kannksi sáu þeir miðann ekki neitt og fundu númerið
þitt annarsstaðar. Afhverju rædduru þetta ekki við
verkstæðistkallana og fékst þetta á hreint í staðin fyrir
að fleima heilt fyrirtæki hérna ?

Þú ættir að segja þeim að skipta ekki um perur og svona
dót in person ekki skilja eftir miða inní bíl.

Kannski eiga þeir þetta skilið and then again kannski
eiga þeir ekkert af þessu skilið.

just my 0.2 cents


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Jul 2003 00:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég á ekki þennan bíl þannig þeir sáu númerið á miðanum. Ég set alltaf svona miða í bíla þegar ég fer með bíla á verkstæði. Held að þetta sé frekar algengt að fólk setji svona miða í bílana, skrifa t.d. alltaf km töluna áður en ég yfirgef bílinn. Mjög gott fyrir báða aðila að hafa svona skriflegt. Það sem maður talar við fólk er erfitt að vísa í.
Ég ræddi þetta vissulega við þá, verkstæðiskarlarnir voru farnir. Ég nenni ekki að gera stórmál útaf 2000 kr þetta var bara svona létt tékk.
Ég leyfi þeim að njóta vafans það kemur skýrt fram.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Jul 2003 08:35 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það kemur ekki skýrt fram að þú leyfir þeim að njóta vafans í fyrirsögninni.

Eflaust hefðu þeir endurgreitt þér þetta, ég held að þetta sé frekar góð þjónusta og mistök hafi orðið, ekkert af þessu er slæm þjónusta nema að þeir hafi verið með kjaft og leiðindi við þig og neitað að gangast við þessu. Annað er góð þjónusta.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Jul 2003 11:19 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 03. May 2003 18:27
Posts: 834
Ef þeir hafa ekki séð miðann er þetta góð þjónusta - nema þetta með rúðuvökvann, það er annaðhvort mistök (sem er jú mannlegt) eða bara rán

_________________
XC 90 2005 V8 (frúarbíllinn)
Suzuki Hayabusa GSX1300R 1999
B3 biturbo 2008 #101 (on it's way)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 22. Jul 2003 20:09 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Oct 2002 15:12
Posts: 167
Location: Hér og Nú
púff ... það hefði sko ekki verið séns að ég hefði borgað þenna 1,5 lítra rúðuvökva. Og bara það að ég hefði séð hann á reikningnum hefði orðið til þess að ég hefði farið fram á að tala við viðkomandi viðgerðamann og fengið sundurliðað hvert einasta atriði á reikningum.

Eins og benzboy skrifar, það er eitt af tvennu. Þetta voru mjög bagaleg mistök (í því falli hefði í það minnsta átt að stroka þetta af reikningum og biðjast innilegrar afsökunar).
Eða þetta var rán og í því falli finnst mér tæplega nóg að viðkomandi sleppi við að vera rændur og það sé brosað út í annað og beðist afsökunar !!

_________________
ozeki@simnet.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 01:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Ég hef ekkert nema gott að segja um B&L, öll sú þjónusta sem ég og mín fjölskylda höfum fengið hjá þeim hefur verið til fyrirmyndar og alls ekki kostnaðarsöm, ef eitthvað er þá hafa þeir sparað okkur pening í stað þess að gera einhverja smáhluti á verkstæðinu þá hafa þeir bara útskýrt hvernig á að gera hlutinn sjálfur.

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 16:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Mér finnst alveg merkilegt hvað B&L geta alltaf troðið af rúðuvökva á mína bíla, fer alltaf með fullan tank og þeir setja alltaf rúðuvökva á.

Hvað gerist eiginlega þegar rúðupisstankurinn tæmist? Ætli bílinn springi eða hvað :wink:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 08. Aug 2003 16:38 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 13:18
Posts: 315
Location: Neðra
Þetta er víst það eina sem getur grandað Mazda bílum :D

_________________
Kalli - Mal3
Bow down to Daihatsu power!
Daihatsu Charade TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group