Núnú, ég hef misst af þessarri umræðu sem Haffi kom af stað með þetta. Damn
En með radarvarann, þá er ég ekki með hann uppivið dags daglega. Ég set hann bara upp ef ég er að renna út á land. Finnst hann sé bara alveg tilvalin ástæða til að láta brjóta rúðu hjá mér

Svo ég var ekki með hann uppivið í þessu tilfelli.
Annars er þessi radarvari sem ég er með frá Radio-shack. Ég og félagi minn keyptum 3 mismunandi gerðir í USA í fyrra og settum þá alla upp á meðan við keyrðum 2000 mílur, nokkurs konar skoðanakönnun

Skiluðum svo þeim sem við vildum ekki
Með gatnamót, þá er það mjög góð regla að fara aldrei yfir þau hratt. Þetta var nú bara tilfallandi þarna, ég var nýbúinn að fara fram úr sleða sem var búinn að pirra mig á vinstri akrein alveg frá síðustu ljósum.
En annars hef ég það alltaf fyrir vana að kíkja í báðar áttir áður en ég fer yfir á grænu þegar það er nýkomið grænt. Það er ekkert grín að fá bíl á 90 inn í hliðina á sér. Það munaði einu sinni hálfri bíllengd að einn hefði þrusað inn í hliðina á mér þegar ég var að taka af stað á grænu
Sæmi