Já það er nýverið búið að vera í fréttum að lögreglan hafði afskipti af manni á hótelherbergi í rvk um daginn.
Þetta endaði þannig að þessi maður er látinn.
Hann fór í hjartastopp eftir að hann var tekinn hálstaki og missti meðvitund,
eftir eftirlífgun var hann settur í öndunarvél, og eftir rannsóknir kom í ljós að hann varð fyrir það miklum súrefnisskorti að hann var heiladauður.
Það eru allavega staðreyndirnar........
En sagan segir að hann hafi einnig verið með sprungið milta eftir barsmíðar, og þær barsmíðar hafa þá eingöngu verið af hendi lögreglunar þarsem að enginn annar lagði hendur á hann. En ég veit ekki hvort að það sé 100% satt og ætla ekki að staðhæfa það, heldur er það sem að sagan segir frá fólki sem að stendur honum nærri.
Þetta er hörmulegt atvik, og ætla ég rétt að vona að það verði mikið talað um þetta og aðferðir lögreglu í þessu máli, þó að þetta hafi verið sterkur maður og stæltur, þá eru takmörk fyrir öllu, og aðrar aðferðir að ná mönnum niður en að hreinlega kæfa þá sérlega með þennann fjölda lögreglumanna á svæðinu.
Vil ég votta fjölskyldu hans samúð,
þetta var maður sem var kominn yfir þrítugt.
hægt að lesa ummræður á l2c hér:
http://www.live2cruize.com/phpbb2/viewtopic.php?t=44122