Porsche-Ísland wrote:
Hafa menn ekkert að gera í sveitinni?
Þegar manni vantar þurkublöð þá kaupir maður þau, auðvitað alvöru blöð og ekkert drasl.
En að nenna að panta sér blöð með tilheyrandi kostnaði og tíma og fá þau send, þá er ekki rétti tíminn til að fara í verðkönnun.
Blöðin eru endursend og TB ber kostnaðinn af því.
Hefði skilið ef þetta væri tugir þúsunda. Nei nei,, nokkrar krónur og allt verður vitlaust.
Er orðið svona dýrt að eiga og reka BMW. Veit að það var ekki ókeypis þegar ég átti mína BMW a. En kommon.
Næst væri kannski betra að byrja á því að kynna sér verðið áður en maður pantar. Sparar öllum tíma og kostnað.
Jú hérna mokum við flórinn daglega og mjólkum Huppu og Höttukollu þannig að það er nóg að gera í sveitinni. En öllu gamni sleppt þá var mér bent á það að verðmunurinn á þessum þurrkublöðum væri umtalsvert meiri en nokkrar krónur eins og þú ágæti Reykvíkingur bendir á. Ég get gert ýmislegt annað við þessa þúsundkalla sem ég sparaði mér eins og t.d verslað fóðurbæti eða sogvörn fyrir kálfinn eða eitthvað annað sem nýtist mér hérna í amstri dagsins hérna í sveitinni.
Þetta kallst að fara vel með.
En að sjálfsögðu hefði ég átt að gera ítarlega verðkönnun á þessu áður en ég panta. Það voru mín mistök.
Og næst þegar ég panta frá þessum eðalmönnum hjá Tækniþjónustu Bifr.
máttu vera viss um að ég læt þá rukka mig um þennan sendingarkostað.
Ég bið þig ágæti Reykvíkingur vel að lifa og óska þér Gleðilegrar Jólahátíðar.