Mikið hefur verið rætt um mótorolíur í hinum ýmsu þráðum sem off topic og fleira..
Smá pælingar
Menn tala um að Mobile 1 sé da shiiit..
Quote:
Mobil 1 0W-40
Mobil 1 er syntetísk vélarolía af miklum gæðum og veitir öllum vélum góða vörn. Olían hentar á bensín- og dísilvélar, með eða án forþjöppu, jeppum og minni flutningabílum.
Staðlar/viðurkenningar: API SH/CF/EC, API SJ/Orkusparnaður, ILSACGF-1/GF-2, ACEA A3-96/B3-96, VW 500.00/505.00, BMW sérolíulistinn, Porsche
En þessi? lýsingin sú sama en staðlar/viðurkenningar eitthvað öðruvísi samt...
Quote:
BP Visco 7000 0W-40
Visco 7000 er hágæða syntetísk vélarolía til notkunar á bensín- og dísilvélar í fólksbílum, jeppum og léttum vörubílum. Olían hentar afar vel á aflmiklar vélar, með eða án forþjöppu, sem ganga undir miklu álagi og ver þær mjög vel gegn sliti.
Staðlar/viðurkenningar: ACEA A3/B3, API SJ/CF, MB 229.1, VW502.00/505.00, BMW longlife Oil List, Porsche.
Þekkir einhver muninn á þessum olíum? ég er nú ekki vel að mér í olíumálum en mér fannst svolítið sniðugt að hafa rekið augun í aðra olíu sem samkvæmt lýsingu á að vera svipuð og mobile 1 sem er svo mikið lofuð af mönnum hérna
http://www.nlab.dk/midlun/olis/olis2004/index10/imagepage2.htm
Var að skoða þetta semsagt
