Ég verð bara að segja ykkur þetta; ég var að vinna hjá Hertz bílaleigunni sumar '04 og '05, ég vann þar við að aðstoða túristana ef þeir vildu eitthverja aðstoð eins og hvernig setja skal bílana í gang, fella niður sæti og svo tjónaskoðaði ég bílana og sá til þess að þeir færu í dekkjaskipti, smurningu, framrúðuskipti og annað tilkallandi viðhald/ viðgerðir þegar þurfti. Yfir yfir háannatímann júlí - ágúst þá fengum við "lánaða" notaða bíla frá Toyota eins og Renault, Kia og allskyns flök sem seldust ekki og þurfti að "viðra" fyrir Toyota. Eeeeen, eitt sinn var ég kallaður út til þess að aðstoða eitt par við að koma bíl í gang, ég hélt einfaldlega að bíllinn væri rafmagnslaus eins og kom reglulega fyrir. Þegar ég kom á staðinn þá var þetta fjólublár Renaault Scénic, gullfallegt veður úti og ég tók við lyklunum og skellti mér inn í bílinn en ekki vildi bílinn fara í gang þrátt fyrir nóg af rafmagni. Þá datt mér í hug að fara út úr bílnum og læsa honum(fjarstýrðar læsingar) og opna hann aftur með sömu aðferð, svo settist ég inn og bíllinn rauk í gang

Ég hló bara og útskýrði fyrir parinu sem var BTW frá USA að þetta væri franskur bíll og að þeir væru svona.......... SPES

Þau löbbuðu aftur inn í flugstöð og leigðu annan bíl. Næsta mánuðinn dvaldi þessi bíll meira og minna inn á verkstæði Hertz í bænum
