Þórir wrote:
Fyrir þá ykkar sem spila Gran Tourismo er ég með heimaverkefni.
Spiliði leikinn, á einhverri vel valinni braut sem þið þekkið, á bíl sem þið þekkið vel. Skráiði niður tímana eða fylgist með hvaða tímum þið náið.
Fáið ykkur svo ískaldan öl, og sötrið milli þess að þið keyrið. Athugiði hvenær tímarnir fara að verða verri og verri, þið farið að keyra oftar útaf og allt það.
Heimfærist í umferðina.
Icedev. Án þess að ég vilji eitthvað ráðast á þig, því þú ert bara að segja það sem margir hugsa. Er þetta rúlletta sem þú villt taka þátt í? Er þetta veðmál þess virði?
Kær kveðja
Þórir I.
Rúlletta?
Það er nú ekki eins og þetta sé daglegt brauð hjá mér, að fá mér einn öllara áður en ég fer út að keyra.
Ég skal taka þessari áskorun þinni þ.e.a.s með gran turismo eftir einn bjór á fullan maga mats og klukkutíma pásu og ég efast um að einhver breyting verði á
Þetta er enganveginn stórt mál í mínum huga, kannski er ég bara furðulegur en svona er þetta. Eins og ég hef áður sagt, þá tel ég þetta hafa lítil áhrif. Ég tala t.d oft í síma á meðan ég keyri, það veldur meiri hættu. Ég er oft að tala við einhvern með mér í bíl. Það veldur meiri hættu. Ég keyri oft þreyttur...það veldur meiri hættu
Þetta er allt spurning um áhættumat. Ég held að margir eldri borgarar sem keyra hér um vegi landsins séu MUN hættulegri heldur en ég í umferðini, einungis vegna eftirtektarleysis.
Það skiptir ekki öllu máli að vera með 0.1 - 0.2 prómill í systeminu, það er eftirtektin sem maður veitir akstrinum.
Mér sýnist sumir hérna halda að ég sé að réttlæta ölvunarakstur, það er ég engan vegin að gera. Eins og ég hef sagt áður, þá veit ég að þetta er ekki það lógískasta að gera. Hinsvegar er greinilegt ósamræmi við löggjöf og refsinu.
Hvernig stendur því á að það sé bannað að keyra undir áhrifum áfengis en ekki refsivert fyrr en yfir 0.5? Ætti það í raun og veru ekki að vera refsivert strax við 0.1?
Getur verið að löggjöfin telji fólk ekki vera undir "áhrifum" fyrr en eftir ákveðinn prómillafjöld?
Tökum sem dæmi eftirfarandi skjal
http://notendur.centrum.is/erlingur/alkohol.xls
Miðað við að ég fái mér einn bjór (33cl) í t.d matarboði sem stendur í klst. Eftir það ákveð ég að keyra heim. Skv. þessari reiknivél er þá áfengismagn í líkamanum 0
Er ég þá ekki hæfur til að keyra?