Mér finnst upptaka ökutækja í þessu tilviki vera viðeigandi. Þarna er um að ræða gróf endurtekin brot.
Í sumum tilvikum eru ökumenn sem hafa verið sviptir í nokkur skipti fyrir ítrekaðan ölvunarakstur, en þeir aka samt sem áður, og ölvaðir samt sem áður. Vonandi mun þetta nýja frumvarp koma í veg fyrir þessi ítrekuðu brot.
Í þessu frumvarpi er talað um að ökutæki sem notað er við brotið verði gert upptækt (þó það sé ekki eign brotamanns)
ef það verður talið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir endurtekin brot. Þá er átt við ökutæki sem brotamaður geti nálgast aftur. En ef um ökutæki er að ræða sem brotmaðurinn geti ekki nálgast aftur (t.d. bílaleigubíl eða lánsbíl) þá sleppur það við upptöku. Væntanlega ef brotamaður er tekin tvisvar á sama bíl, sem er ekki hans eigin, þá verður bílinn gerður upptækur því þá verður upptaka talin nauðsynleg til að koma í veg fyrir endurtekin brot.
Varðandi að menn séu að kvarta undan andvirði ökutækja sem yrðu gerð upptæk, þá finnst mér það bara skipta nákvæmlega engu máli. Fáranlegt ef það ætti að umbuna brotamönnum fyrir að keyra á dýrum bílum.
En upptaka í þessu tilviki verður sú sama og lög segja til um í hegninarlögum. Til dæmis með vopn eða ólögleg efni sem eru gerð upptæk.
Quote:
Það er líka alveg glatað þegar fólk biður um að fá að blása hjá löggunum til að vita hvort það er OK, og löggurnar vilja ekki leyfa það Confused það er stundum eins og þeir vilji ekki fyrirbyggja(allavega sumir) heldur taka bara á málunum eftir á.
Það er ólöglegt að keyra ef fólk var að drekka áfengi, alveg sama hvað magnið er mikið eða lítið. Furðulegt að fólk skuli vilja blása því það var að drekka 1 lítinn bjór. Það þarf ekki áfengismæli til að segja fólki að það keyri ekki bíl þetta kvöldið. Það er kannski annað mál ef fólk var að drekka kvöldið áður, en þannig er það yfirleitt ekki, heldur er þetta fólk sem fékk sér kannski einn 0,5 bjór eða 1 vínglas. Það segir sig sjálft, að þetta fólk á ekki að þurfa að blása til að komast að þeirri niðurstöðu að það megi ekki drekka.