Jæja nú var ég að prófa svona tæki. Vá! það er eiginlega ekki hægt að segja annað! Þetta er hrein geðveiki. 6L W12 vél 420 hö og þvílíkt AFL! Þetta er eins og maður sé að takast á loft að öllu gríni slepptu. Ekki skemmir fyrir að bíllinn hefur virkilega góðar bremsur, og þegar þú ert á miklum hraða og þarft að bremsa niður þá er eins og það sé eitthvað hjálpartæki sem hjálpar til við að snarstoppa bílinn.
Svo er þetta náttlega endalaus lúxus. Maður þarf aldrei að nota lykilinn, labbar bara að bílnum (með lykilinn í vasanum) og þá opnast hann. Svo stígur maður bara á bremsuna og ýtir á start takkann. mjög gott.
Það eru aðeins 4 sæti í þessum bíl, en bílarnir eru fáanlegir með 5 sætum líka. Það er að sjálfsögðu allt rafdrifið, og það rassahitari og rassa
kælari, og það er meira að segja nudd í sætunum. Svo er hann búinn Navi og á þeim sama skjá (sem staðsettur er í miðju mælaborðins) er líka hægt að kíkja á sjónvarpið svona þegar manni leiðis. Fyrir fólk sem hefur gaman að hólfuum þá er sko NÓG af þeim í þessari bifreið! Ofaní einu þeirra er meira að segja tölvutengi þar sem maður getur smellt sér á netið á leiðinni á akureyri

Skottlokið er svona eins og á nýju 7-unni, en maður ýtir bara á VW merkið aftan á bílnum og þá opnast skottið alveg sjálft.
Þessi bíll sem ég var að prófa var á 18" felgum og það hefðu komist svona 22" felgur allavegana undir hann án þess að það væri nálægt því að vera of stórt!
Lokaniðurstaða: Þetta var geðveikt gaman, og nú hef ég prófað að keyra 420 hestafla bíl, sem er gott
Ég ætla að reyna að pósta myndum í kvöld af þessu tæki.
Kær kveðja, Gunni