bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 21. May 2025 08:18

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Wed 09. Jul 2003 10:45 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Jæja nú var ég að prófa svona tæki. Vá! það er eiginlega ekki hægt að segja annað! Þetta er hrein geðveiki. 6L W12 vél 420 hö og þvílíkt AFL! Þetta er eins og maður sé að takast á loft að öllu gríni slepptu. Ekki skemmir fyrir að bíllinn hefur virkilega góðar bremsur, og þegar þú ert á miklum hraða og þarft að bremsa niður þá er eins og það sé eitthvað hjálpartæki sem hjálpar til við að snarstoppa bílinn.

Svo er þetta náttlega endalaus lúxus. Maður þarf aldrei að nota lykilinn, labbar bara að bílnum (með lykilinn í vasanum) og þá opnast hann. Svo stígur maður bara á bremsuna og ýtir á start takkann. mjög gott.

Það eru aðeins 4 sæti í þessum bíl, en bílarnir eru fáanlegir með 5 sætum líka. Það er að sjálfsögðu allt rafdrifið, og það rassahitari og rassakælari, og það er meira að segja nudd í sætunum. Svo er hann búinn Navi og á þeim sama skjá (sem staðsettur er í miðju mælaborðins) er líka hægt að kíkja á sjónvarpið svona þegar manni leiðis. Fyrir fólk sem hefur gaman að hólfuum þá er sko NÓG af þeim í þessari bifreið! Ofaní einu þeirra er meira að segja tölvutengi þar sem maður getur smellt sér á netið á leiðinni á akureyri :) Skottlokið er svona eins og á nýju 7-unni, en maður ýtir bara á VW merkið aftan á bílnum og þá opnast skottið alveg sjálft.

Þessi bíll sem ég var að prófa var á 18" felgum og það hefðu komist svona 22" felgur allavegana undir hann án þess að það væri nálægt því að vera of stórt!

Lokaniðurstaða: Þetta var geðveikt gaman, og nú hef ég prófað að keyra 420 hestafla bíl, sem er gott :)

Ég ætla að reyna að pósta myndum í kvöld af þessu tæki.

Kær kveðja, Gunni


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 09. Jul 2003 10:47 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 03. May 2003 18:27
Posts: 834
Ég er alvega að trúa þér - hvað þurftir þú að totta til að fá að aka þessu :roll:

_________________
XC 90 2005 V8 (frúarbíllinn)
Suzuki Hayabusa GSX1300R 1999
B3 biturbo 2008 #101 (on it's way)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 09. Jul 2003 11:28 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
hehe ekkert :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 09. Jul 2003 17:46 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Segðu satt Gunni!

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 09. Jul 2003 17:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Mmmgghh mmmpphhh mmmggghhh ...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 09. Jul 2003 17:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
Svo eruð þið að kalla mig rugludall? :lol:

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 09. Jul 2003 22:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
Gunni þóImage

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 10. Jul 2003 02:15 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Magnað, er þessi vél ekki eiginelga 2 V6 vélaðar fléttaðar saman í W ??

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 10. Jul 2003 08:28 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
bjahja wrote:
Magnað, er þessi vél ekki eiginelga 2 V6 vélaðar fléttaðar saman í W ??


Held að það mætti orða það þannig. Í línu-vél koma snúa allir stimplar
með sama horni að (/frá) sveifarásnum.

Í V-vél þá eru tvö horn sem um ræðir, og er yfirleitt gefið upp hornið á
milli þeirra. (t.d. 60° eða eitthvað).
Í þessu samhengi mætti líka útskýra Boxer vélar í leiðinni,
en þeir eru einmitt bara V vélar með 180° horn á milli. Það gerir það
að verkum að Boxer vélarnar eru "flatar", stimplarnir snúa akkúrat
hver a móti öðrum.

Nú.
Í W vél eru þetta orðnar.. þrjár eða fjórar, áttir sem stimplarnir snúa
miðað við sveifarás. Ég er ekki viss hvort það er. :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 22 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group