fart wrote:
Heldur þú virkilega að menn væru að framleiða þessa bíla og selja þá í massavís ef þeir væru meingallaðir. Þú verður að átta þig á því að á spjallborðum eins go M5 board er líklegra að finna þá sem eru að leita að lausn á vandamálum, þess vegna virkar oft eins og það séu eilífðarböggar í gangi. Þeir sem eru óánægðir hafa alltaf hærra en þeir sem eru ánægðir.
LC er til staðar og það má alveg nota það, og S6 er þarna líka og þeir sem hafa setið í hafa alveg fundið hversu brutal það er. Þó að þessir tveir hlutir séu þarna þá þýðir ekki maður þurfi eða hreinlega geti notað þá ALLTAF. Það væri sambærilegt og að menn myndu alltaf setja manual bíl í botnsnúning og droppa kúplingunni, nú eða skipta þannig að ekki væri farið af bensíngjöf nema til hálfs. Þú getur eyðilagt allt, líka tölvustýrða hluti með þjösnaskap. T.d. er mjög auðvelt að stúta Sxx mótor ef þú hitar hann ekki upp fyrir átök, sama á við um skiptingar. Það er líka hægt að eyðileggja gírkassa eða tengda hluti. Mýmörg dæmi sanna það.
SMG er ekkert öðruvísi en allt annað sem þú kaupir, ef þú notar það to the extreeme alltaf, þá bilar það.
Þess má geta að það hefur komð í ljós að margar af SMG "bilununum" má rekja til bilaðs "steering angle sensor" sem hefur í raun ekkert með SMG að gera þó að vandamálið komi fram sem skiptingarvandamál.
Það hefur komið fram einn framleiðslugalli á einhverju framleiðslurönni á skiptingum, það tengdist swinghjólinu.
Ég held að menn ættu að prufa að ræða þetta aðeins fyrir utan M5board boxið.
Ég sagði aldrei að bílarnir væru meingallaðir heldur það að það er vesen með skiptingarnar. BMW er ekkert öðruvísi en aðrir bílaframleiðendur - þeir geta ekki testað/þróað allt 100% - það sleppur alltaf eitthvað í gegn.
Nákvæmlega hversu útbreitt vandamálið er veit enginn nema BMW og þeir halda kj um það. En það er ekki hægt að halda því fram að það sé ekki um neitt vandamál að ræða og að þetta sé bara eitthvað einangrað m5board fyrirbæri.
Það er heldur ekki hægt að skella sökinni bara á þjösnaskap og held að margir á m5board yrðu ekki alveg hressir með þessa skýringu þína á þeirra skiptingaveseni. Taktu þinn bíl sem dæmi - þú komst varla út af planinu hjá dealernum áður en skiptingin gaf upp öndina. Þetta er að koma upp í bílum bæði lítið keyrðum og mikið keyrðum. Vandamálið virðist vera tengt vökvakerfinu fyrir skiptingarnar - fyrst voru þeir að skipta allri skiptingunni út en nú virðast þeir vera farnir að skipta vökvaunitinu út. Einnig hafa verið elektrónískir gremlins tendir skiptingunum.
S6 skiptingar eru harðari en andskotinn og ég hefði sjálfur búist við því að eitthvað myndi hreinlega brotna á endanum, þe. tannhjól, legur, etc. en það virðist ekki vera málið. Það eru stýringarnar sem eru að fara (vökva og tölvu). Þannig að það er annað sem bendir til þess að þetta sé ekki þjösnaskapurinn sem er að verki.
Svo er ekki hægt að bera saman það að nota LC og að clutchdroppa beinskiptum bíl í botnsnúningi - varla að það eigi að þurfa að útskýra það.
LC er tölvustýrður process sem er innan þess hönnunarramma sem skiptingin á að virka við, möo. kassinn er hannaður til að þola þetta. Hins vegar flýtir þetta sliti á slitflötum eins og kúplingu.
Einnig hafa þeir hjá BMW ekki sagt við menn "Þú ert búinn að nota LC of oft - þú verður bara að borga kassann sjálfur". Treystu mér - ef þeir gætu staðið á því þá væru þeir búnir að því.
S85/SMG er flókið kvikindi og það eru barnasjúkdómar í gangi eins og með margt nýtt. Hef enga trú á öðru en að þetta verði lagað.
Síðan varðandi það sem Lindemann kemur inn á að það eigi eftir að þróa SMG frekar þá verður það ekki gert. Verið er að hanna næstu kynslóð skiptinga fyrir BMW og það verður byggt á DSG.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...