Alpina wrote:
Margt til í þessu.. en ef menn eru að kaupa 3700 € bíl og þekkja ekki til neins ,, þá er ég hræddur um málin gæti snúist ef menn kunna ,,EKKERT,, í þýsku og um þrjóskan seljanda er að ræða og allur sá pakki,,,,
Ef verkefnið er vel skiplagt þá átta menn sig á því ef þeir kunna ekkert í þýsku þá eru þeim takmörk sett. Það þrengir þann hóp seljenda sem þeir geta átt viðskipti við. Ef þeir fara af stað að skoða bíl þar sem seljandinn kann ekkert í ensku þá taka þeir áhættu, áhætta getur kostað pening.
Ég g.r.f. því að allir geti bjargað sér á ensku.
Það fylgir þessu ákveðin heppni en maður verður að finna þann bíl sem manni líst best á og hafa svo nokkra til vara í næsta nágrenni. Maður fer ekki af stað án þess að vera búinn að festa sér bíl.
Eftir að hafa skoðað markaðinn þá sjá menn hvar verðin liggja, oftast greiða menn meira fyrir betri bíla. Maður lærir líka fljótt að sjá í gegnum auglýsingar frá ótrúverðugum aðilum.
Ég myndi t.d. telja það mjög öruggt að versla við BMW umboð, oft hægt að gera fín kaup ef maður kaupir bíl með MwSt ausweisbar.
Svo þarf að ákveða hvert skal fljúga Icelandair, IcelandExpress, einnig hægt að taka tengiflug í gengum bretland (express eða BA) líka í gegnum Kastrup. Stundum hentar að taka svona tengiflug ef maður endar á góðum stað, góður staður er þá nálægt bíl 1. Alltaf hægt að reikna allan kostnað flug, rútur, leigubílar, lestir, bílaleigubílar, gisting, yfirvigt á farangri og svo tími vs kostnaður.....
Ákveða hvort taka skuli bílaleigubíl eða ferðast í lestum.
Ef maður kann ekki að taka lest þá verður maður að finna leiðbeiningar.
Ef maður kann ekki að keyra á hraðbraut þá verður maður að finna leiðbeininga....
Þegar ég fór út í fyrsta sinn þá fór ég til að kaupa e36 og þá bara fór ég á netið og fann greinar um kaup á notuðum e36, las um vélarnar þá m50. Fór á bílasölu á Íslandi og prófaði að reynsluaka e36 til að vita á hverju ég myndi eiga von á.
Ef á e-m tímapunkti kemur í ljós að það sé ekki arðbært/borgi sig ekki að sækja bíl sjálfur þá náttúrlega hættir maður að hugsa um það.
Ég held samt að það borgi sig aldrei peningalega að fara sjálfur út og flytja inn bíl en þetta er alveg gríðarlega skemmtilegt.
En það sem ég er í raun að segja er að maður þarf ekki háskólapróf eða sérfræðikunnáttu til að kaupa bíla í Þýskalandi. Þetta er mjög basic og það er hægt að afla sér allra upplýsinga. En reynslan vegur þungt, menn læra margt gott og slæmt með tímanum.