Talsverður verðmunur á umfelgunRannsókn á vegum ASÍ, Alþýðusambands Íslands, leiðir í ljós allt að 26 prósenta verðmun á umfelgun eftir verkstæðum.
Árleg haust-verðkönnun ASÍ sýnir að rúmlega þrjú þúsund króna verðmunur getur verið á vinnu við umfelgun og jafnvægisstillingu hjóla undir bílum milli hjólbarðaverkstæða.
Árleg haust-verðkönnun ASÍ sýnir að rúmlega þrjú þúsund króna verðmunur getur verið á vinnu við umfelgun og jafnvægisstillingu hjóla undir bílum milli hjólbarðaverkstæða.
Könnunin, sem var framkvæmd hjá 28 þjónustuaðilum þriðjudaginn 31. október, leiddi í ljós að mestur verðmunur er á hjólbarðaskiptingu fyrir stóran jeppa á 33-35" dekkjum, eða rúm 50 prósent, og fólksbíl á 16" dekkjum, ríflega 65 prósent.
Samkvæmt niðurstöðunum er skipting, umfelgun og jafnvægisstilling fyrir fólksbíl á 16" dekkjum með stálfelgum ódýrust í Bílkó í Kópavogi, kr. 4.690, en dýrust hjá Betra gripi í Lágmúla, eða kr. 7.760. Er það 3.070 króna verðmunur eða 65,5 prósent.Með hliðsjón af síðustu könnun Verðlagseftirlitsins fyrir rúmu ári hefur þjónusta hjólbarðaverkstæða við fólksbíla því hækkað að meðaltali um 8-9 prósent. Þjónusta við fólksbíla á stálfelgum hefur hækkað um rúm 11 prósent frá því í fyrra og þjónusta við jeppa um 4-5 prósent.
Eru þá meðalstórir jeppar undanskildir en þjónusta við þá hækkaði um tæp 7 prósent.
Könnunina má skoða með því að fara inn á heimasíðu Félags Íslenskra bifreiðeigenda,
www.fib.is og smella á liðinn upplýsingar, eða síðu ASÍ,
www.asi.is. - rve