ValliFudd wrote:
Lögreglumaður að sýna heimsku sína í morgun:
Ég var að aka eftir Reykjanes/Sæbraut á leið í vinnuna í morgun kl. 9.. Var á leiðinni uppá höfða semsagt, dimmt úti, mjög mikil rigning og bara slæmt skyggni. BMW E36, svartur, með filmur, en 2ja dyra á undan mér.. hann ók nú ekkert óeðlilega... En fjarlægðist mig smám saman. Spáði ekkert sérstaklega í því.
Ég var á c.a. 100 km hraða... og það kom lögreglubíll á vinstri akrein svo hratt frammúr mér að ég get varla ímyndað mér að hann hafi verið á minna en svona 150 km hraða... Og er þá ALLS EKKI að ýkja! Hann var ekki með nein blikkljós eða neitt. Sikksakkaði á milli akreina og keyrði eins og hálfviti. Lögreglan semsagt.... Svo hvarf hann bara hratt og örugglega á milli bílanna fyrir framan mig. Ef ég hefði látið mér detta í hug að skipta um akrein hefði ég væntanlega verið uppi á sjúkrahúsi núna vegna heimsku þessa lögreglumanns.
Svo sá ég BMWinn og Lögreglubílinn (sem var loksins búinn að setja blikkljósin á) inni á planinu hjá Shell á vesturlandsvegi eða hvað sem vegurinn heitir þarna við B&L.
Ég er enn í sjokki og hneikslaður yfir þessarri hegðun lögreglunar. Og ég ætla að senda smá email til lögreglunar um þetta mál.. Og skammast mín EKKERT fyrir það!
vildi bara koma þessu á framfæri hérna... No offence við þá hérna í kraftinum sem eru í lögreglunni, en þessi maður sem þarna var á ferð er hálfviti. Þeir leynast víst víðar en mann grunar..
Veist þú eitthvað útaf hverju þeir voru að stoppa þennan bíl? Ertu þú ekki að sýna heimsku þína að þykjast vita betur en lögreglan hvernig þeir eiga að gera hlutina þó að þú vitir ekkert hvað lá að baki þessu aksturslagi þeirra? Jájá, líklegast áttu þeir að vera með ljósin á en veistu, ég bara veit það ekki!! Ég get reynt að ímynda mér hvað er að gerast þegar ég sé lögreglubíl á fleygiferð á eftir öðrum bíl en í raun er ég bara ekki í þeirri aðstöðu að geta fellt endanlegan dóm um málið, hvað þá að fara á internetið og fullyrða að þarna hafi heimskir menn verið á ferðinni!!
Mér er farið að þykja standardinn hérna á Bmwkraftur.is ansi lár og hefur farið versnandi undanfarna mánuði. Ég ÍMYNDA mér að það sé kannski útaf lækkandi meðalaldri notenda hérna á spjallinu en í raun VEIT ÉG ÞAÐ EKKI!!! Þannig að ég ætla ekki að fara að fullyrða neitt.