bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 10. May 2025 04:47

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Wed 01. Nov 2006 14:13 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Quote:
Lýst eftir ræningjum í Reykjavík

Lögreglan í Reykjavík leitar nú 5-6 manna í tengslum við tvö auðgunarbrot í borginni. Tildrögin eru þau að í gærmorgun var veist að tveimur blaðberum, öðrum í Hjallalandi klukkan 5.59 en hinum á Brúnavegi við Kleifarveg klukkan 7.17. Talið er líklegt að gerendur séu hinir sömu í báðum tilfellum. Í báðum tilvikum var komið aftan að blaðberunum og þeir krafðir um peninga. Hvorugur þeirra var með fjármuni en mennirnir stálu farsímum þeirra.

Talið er að ofangreindir menn séu á aldrinum 16-19 ára. Einn var 180-183 cm á hæð með brúnt, stuttklippt hár. Hann er jafnframt sagður sólbrúnn og hugsanlega með brún augu. Hann var í hvítri skyrtu með röndum, hugsanlega köflóttri.

Annar þessara manna var um 170 cm á hæð, búlduleitur og brúnhrokkinhærður. Talið er að hann hafi klæðst blárri peysu. Þriðja manninum er lýst jafnháum, eða 170 cm á hæð, en hann er sagður grannleitur með brúnt, stutt hár. Samkvæmt lýsingu voru mennirnir á svartri BMW-bifreið, fjögurra dyra með skyggðar afturrúður.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um hverjir kunna að hafa verið þarna að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 843-1214 eða 444-1102.


Bölvaðir pappakassar, að ræna vinnandi fólk...og rænandi símum af öllum hlutum!

Reyndar finnst mér skrítið að það sé ekki nánari upplýsingar um bílinn, t.d árgerð og týpa.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Nov 2006 14:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. Dec 2002 23:10
Posts: 6493
Location: Hrafnista
Jæææja...Þá er best að leggja Emma í nokkra daga :?

_________________
330D E46 TOURING MTECH I
320D E46 TOURING
318I E46 (TI 3VOM)

E46 Í RIFI:
330XD TOURING
320D TOURING
318I SEDAN 98-04
323I coupe 99


E46/E39 ///M5 Í RIFI

S:8204469


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Nov 2006 14:49 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 08. Jan 2003 18:13
Posts: 1094
Location: Vestmannaeyjar
Ætli það verði ekki þannig að allir á svörtum BMW með dökkar afturrúður verði nú stoppaðir :evil:

_________________
BMW 750 il
BMW Z3
Jeep Grand Cherokee V8 99 árgerð
Husaberg 450 Götuprjónarinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Nov 2006 14:52 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Af hverju horfir fólk ekki frekar á bílnúmerið en merkið á bílnum......

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 01. Nov 2006 14:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 01. Apr 2004 14:40
Posts: 2232
Location: ókunnug.
Ég var eltur af löreglunni í vinnuna kl. 1 í gærkvöld.
En ekki vildu þeir tala við mig, stoppuðu bara við hliðina á mér fyrir utan vinnuna og bökkuðu svo í burtu.

_________________
Mazda2 '15
Mercedes Benz 300E 4Matic '89
enginn BMW í augnablikinu :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 07:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Haha nóg að gera hjá löggunni framundan. Heill hellingur af svörtum 4 dyra BMW-um með skyggðar afturrúður :lol: Sem betur fer er ég með fjarvistarsönnun, minn svarti 4 dyra BMW með skyggðar afturrúður fór á verkstæði 31. okt og ég er að leggja af stað að sækja hann.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 08:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 01. Apr 2004 14:40
Posts: 2232
Location: ókunnug.
Var bíllinn ÖRUGGLEGA á verkstæðinu ALLAN tíman ? :-k

_________________
Mazda2 '15
Mercedes Benz 300E 4Matic '89
enginn BMW í augnablikinu :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 11:39 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 18. Feb 2005 22:18
Posts: 657
Það er spurning hvort að maður fái ekki starf hjá póstinum í einhverja daga alveg væri ég til í smá-- Image

_________________
gaui1969@gmail.com
e36 coupe 318is. Seldur
e36 convertible 325i
e21 1982 323i
e30 top chop
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 12:24 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 21. May 2003 15:08
Posts: 182
Location: Keflavík
hmm... bíllin minn á að vera á sölu :D

_________________
IC-464 Nissan Patrol '87 3.3TDI 44"
MO-406 Range Rover '91 3.9 V8-4sale
YM-577 Isuzu Trooper '99 3.0TDI 35"-SOLD
RR-291 GMC Jimmy '93 4.3 Vortec-SOLD
YK-403 BMW 523i '00 2.5-4sale
VS-544 Nissan Almera '00 1.8-SOLD


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 12:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 26. May 2003 22:39
Posts: 5709
Location: Reykjavík
Lögreglumaður að sýna heimsku sína í morgun:

Ég var að aka eftir Reykjanes/Sæbraut á leið í vinnuna í morgun kl. 9.. Var á leiðinni uppá höfða semsagt, dimmt úti, mjög mikil rigning og bara slæmt skyggni. BMW E36, svartur, með filmur, en 2ja dyra á undan mér.. hann ók nú ekkert óeðlilega... En fjarlægðist mig smám saman. Spáði ekkert sérstaklega í því.

Ég var á c.a. 100 km hraða... og það kom lögreglubíll á vinstri akrein svo hratt frammúr mér að ég get varla ímyndað mér að hann hafi verið á minna en svona 150 km hraða... Og er þá ALLS EKKI að ýkja! Hann var ekki með nein blikkljós eða neitt. Sikksakkaði á milli akreina og keyrði eins og hálfviti. Lögreglan semsagt.... Svo hvarf hann bara hratt og örugglega á milli bílanna fyrir framan mig. Ef ég hefði látið mér detta í hug að skipta um akrein hefði ég væntanlega verið uppi á sjúkrahúsi núna vegna heimsku þessa lögreglumanns.

Svo sá ég BMWinn og Lögreglubílinn (sem var loksins búinn að setja blikkljósin á) inni á planinu hjá Shell á vesturlandsvegi eða hvað sem vegurinn heitir þarna við B&L.

Ég er enn í sjokki og hneikslaður yfir þessarri hegðun lögreglunar. Og ég ætla að senda smá email til lögreglunar um þetta mál.. Og skammast mín EKKERT fyrir það!

vildi bara koma þessu á framfæri hérna... No offence við þá hérna í kraftinum sem eru í lögreglunni, en þessi maður sem þarna var á ferð er hálfviti. Þeir leynast víst víðar en mann grunar..


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 12:40 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
ValliFudd wrote:
Lögreglumaður að sýna heimsku sína í morgun:

Ég var að aka eftir Reykjanes/Sæbraut á leið í vinnuna í morgun kl. 9.. Var á leiðinni uppá höfða semsagt, dimmt úti, mjög mikil rigning og bara slæmt skyggni. BMW E36, svartur, með filmur, en 2ja dyra á undan mér.. hann ók nú ekkert óeðlilega... En fjarlægðist mig smám saman. Spáði ekkert sérstaklega í því.

Ég var á c.a. 100 km hraða... og það kom lögreglubíll á vinstri akrein svo hratt frammúr mér að ég get varla ímyndað mér að hann hafi verið á minna en svona 150 km hraða... Og er þá ALLS EKKI að ýkja! Hann var ekki með nein blikkljós eða neitt. Sikksakkaði á milli akreina og keyrði eins og hálfviti. Lögreglan semsagt.... Svo hvarf hann bara hratt og örugglega á milli bílanna fyrir framan mig. Ef ég hefði látið mér detta í hug að skipta um akrein hefði ég væntanlega verið uppi á sjúkrahúsi núna vegna heimsku þessa lögreglumanns.

Svo sá ég BMWinn og Lögreglubílinn (sem var loksins búinn að setja blikkljósin á) inni á planinu hjá Shell á vesturlandsvegi eða hvað sem vegurinn heitir þarna við B&L.

Ég er enn í sjokki og hneikslaður yfir þessarri hegðun lögreglunar. Og ég ætla að senda smá email til lögreglunar um þetta mál.. Og skammast mín EKKERT fyrir það!

vildi bara koma þessu á framfæri hérna... No offence við þá hérna í kraftinum sem eru í lögreglunni, en þessi maður sem þarna var á ferð er hálfviti. Þeir leynast víst víðar en mann grunar..


Lögreglustjórinn fer yfir þetta líklega með ökumanninum þegar hann sér ökuritann! :)

kv,
haukur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 13:32 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
ValliFudd wrote:
Lögreglumaður að sýna heimsku sína í morgun:

Ég var að aka eftir Reykjanes/Sæbraut á leið í vinnuna í morgun kl. 9.. Var á leiðinni uppá höfða semsagt, dimmt úti, mjög mikil rigning og bara slæmt skyggni. BMW E36, svartur, með filmur, en 2ja dyra á undan mér.. hann ók nú ekkert óeðlilega... En fjarlægðist mig smám saman. Spáði ekkert sérstaklega í því.

Ég var á c.a. 100 km hraða... og það kom lögreglubíll á vinstri akrein svo hratt frammúr mér að ég get varla ímyndað mér að hann hafi verið á minna en svona 150 km hraða... Og er þá ALLS EKKI að ýkja! Hann var ekki með nein blikkljós eða neitt. Sikksakkaði á milli akreina og keyrði eins og hálfviti. Lögreglan semsagt.... Svo hvarf hann bara hratt og örugglega á milli bílanna fyrir framan mig. Ef ég hefði látið mér detta í hug að skipta um akrein hefði ég væntanlega verið uppi á sjúkrahúsi núna vegna heimsku þessa lögreglumanns.

Svo sá ég BMWinn og Lögreglubílinn (sem var loksins búinn að setja blikkljósin á) inni á planinu hjá Shell á vesturlandsvegi eða hvað sem vegurinn heitir þarna við B&L.

Ég er enn í sjokki og hneikslaður yfir þessarri hegðun lögreglunar. Og ég ætla að senda smá email til lögreglunar um þetta mál.. Og skammast mín EKKERT fyrir það!

vildi bara koma þessu á framfæri hérna... No offence við þá hérna í kraftinum sem eru í lögreglunni, en þessi maður sem þarna var á ferð er hálfviti. Þeir leynast víst víðar en mann grunar..


Veist þú eitthvað útaf hverju þeir voru að stoppa þennan bíl? Ertu þú ekki að sýna heimsku þína að þykjast vita betur en lögreglan hvernig þeir eiga að gera hlutina þó að þú vitir ekkert hvað lá að baki þessu aksturslagi þeirra? Jájá, líklegast áttu þeir að vera með ljósin á en veistu, ég bara veit það ekki!! Ég get reynt að ímynda mér hvað er að gerast þegar ég sé lögreglubíl á fleygiferð á eftir öðrum bíl en í raun er ég bara ekki í þeirri aðstöðu að geta fellt endanlegan dóm um málið, hvað þá að fara á internetið og fullyrða að þarna hafi heimskir menn verið á ferðinni!!

Mér er farið að þykja standardinn hérna á Bmwkraftur.is ansi lár og hefur farið versnandi undanfarna mánuði. Ég ÍMYNDA mér að það sé kannski útaf lækkandi meðalaldri notenda hérna á spjallinu en í raun VEIT ÉG ÞAÐ EKKI!!! Þannig að ég ætla ekki að fara að fullyrða neitt.

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 13:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Skúli, er ekki það minnsta sem lögreglan getur gert að setja upp þessi blessuðu bláu ljós sín? Til hvers eru þeir eiginlega með þau ef þau á ekki að nota til að vara fólk við komu þeirra. Eins með sírenur. Lögreglan á Íslandi þarf ekkert að vera "dulbúin" eins og úti í útlöndum, það er ekkert grín að stinga af lögguna á Íslandi sökum hversu lítið okkar land er.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 13:37 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Það má vera að það sé rétt. Eins og ég segi þá veit ég það ekki. En þetta er bara eitt dæmi af mörgum finnst mér hérna á spjallinu þar sem mér finnst menn vera "Góðir á svölunum" eins og einn góður vinur minn orðaði það eitt sinn!

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 02. Nov 2006 14:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Schulii wrote:
Það má vera að það sé rétt. Eins og ég segi þá veit ég það ekki. En þetta er bara eitt dæmi af mörgum finnst mér hérna á spjallinu þar sem mér finnst menn vera "Góðir á svölunum" eins og einn góður vinur minn orðaði það eitt sinn!


Lögreglan verður að setja forgangsljós á til að fá forgang, svo einfalt er það

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 25 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group