Bíllinn er súper og ég sáttur. Fór í Inpection II um daginn, skipt um alla vökva, kerti og allt það. Einni balansstöng framan, einhverjar fóðringar og dót og eitthvað hjóla bracket system eða álíka að framan, kostaði samt ansi lítið, gaman.
Hver þarf dísel þegar maður á 323i sem mile muncher??
Fórum í smá roadtrip til Ítalíu um daginn, ég er ekki að trúa þessari eyðslu en þetta getur ekki verið örðuvísi. Keyrðum 2250 km, 1/3 af því á sveitavegum ca. og rest hraðbrautir og eitthvað af bæjarkeyrslu líka, þó ekki mikið. Meðalhraði á hraðbrautum ca. 130-150 kmh, og minn jú á minni vegum.
Keyptum 154 lítra af bensíni og því hefur bíldruslan eytt ca. 6.88 lítrum á 100 ef mér reiknast rétt til. Sem mér finnst alveg magnað verð ég að segja. Til samanburðar er hann að eyða um 12 lítrum innanbæjar sem ég er líka algerlega sáttur við.
Ég er því bara held ég búinn að ákveða að eiga bílinn sem ferðabíl enda mjög þægilegur og kaupa eitthvað nýtt leiktæki. Held að Ingvar sé búinn að tala mig inn á Mini Cooper S Works sem leiktæki framyfir Z4, sjáum til.
Nokkrar nýjar myndir að neðan:
