Ég held að stærsti vandinn sé ökukennslan. Það er eingöngu lögð áhersla á að fólk læri umferðarreglurnar, hvað merkin þýða o.þ.h. svo að viðkomandi nái prófinu. Þetta er í raun ekki ökunám heldur reglunám

Nú í dag er ég búinn að vera að keyra í gegnum Danmörku og Svíþjóð eftir 3 skelfilega daga í Norrænu og ég verð að segja að umferðarmenninginn hér úti kemur mér alltaf jafn mikið á óvart miðað við Ísland. Hér eru gefinn stefnuljós á hringtorgum, menn hanga ekki á vinstri akgrein, hún er eingöngu notuð til frammúraksturs og margt fleira í þessum dúr. Enda gengur umferðinn langt um betur hér en nokkurtíman heima. Varðandi ölvunarakstur þá verð ég því miður að játa að mér finnst áhugi lögreglu frekar lítill, í sumar sá ég t.d. bílstjóra akandi um sötrandi bjór. Ég hringdi samstundis í 112 og gaf up bíltegund og númer, löggan sagðist myndi "reyna" að líta á þetta (eða eitthvað svipað orðalag, ég man það ekki nákvæmlega) ég fékk það á tilfinninguna að áhuginn væri ekki mikill, samt var þetta á afmörkuðu svæði þannig að lítið mál ætti að vera að finna viðkomandi (rúnturinn á Akureyri). Einnig er skrítið að þegar menn eru stoppaðir fyrir hraðakstur þá eru þeir ekki látnir blása. Ég hef verið stöðvaður fyrir of hraðann akstur bæði í Svíþjóð og á Íslandi

og í Svíþjóð er það bara regla að menn eru látnir blása og græjurnar eru það nákvæmar að löggan gat séð að ég hafði drukkið mjólk áður en lagt var af stað. Hins vegar man ég ekki til þess að Íslenska löggan hafi látið mig blása.
Í allri þessari umræðu gleymist líka svolítið að spá í því Af hverju fólk keyrir svona hratt? Það að setja hraðatakmarkara er svipað og þegar geðlyfjum er dælt í fólk, það læknar ekki veikina en dregur úr einkennum hennar, s.s. ekki lækning heldur redding.
Læt þetta vera nóg í bili enda þessi pistill orðinn ansi langur, til hamingju ef þið nenntuð að lesa í gegn
edit: Vildi bara bæta við, eftir að hafa keyrt fleiri hundruð kílómetra í dag á vegum þar sem eru 2 akgreinar í sitthvora átt og vegrið þá er ég mun minna þreyttur og stressaður en eftir að skutlast Akureyri-Reykjavík. Og EINA ástæðan er sú að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að fá bíl framann á mig. (og svo voru engar holur í vegunum)
_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur

--