Þetta er mjög scary umræða! Og fólk er ekki að hugsa nógu langt fram í tímann heldur er bara verið að leita að einhverjum leiðum til að "redda hlutunum" í staðinn fyrir að spá í hverjar eru rætur vandamálsins og hvernig má leysa þetta til langframa.
Í mínum augum þá er vandamálið ekki svona einfalt, og því mun það gera lítið að setja hraðatakmarkara í bílana okkar (sérstaklega ef takmarka á hraðan við 120-130 km/klst).
Vandamálin:
Reynsluleysi/þroskaleysi (í sumum tilfellum) nýrra ökumanna
En hvar annarstaðar eiga þeir að fá reynslu en í umferðinni? Og hér hjálpar ekkert að hækka bílprófsaldurinn (ef við hækkum hann í 18 ár, þá munum við bara endurtaka þessa umræðu eftir 5-10 ár og þá segja rugludallarnir bara að 18 ára ökumenn valdi mestum slysum og því beri að hækka aldurinn í 19 ár, o.s.frv. o.s.frv.).
Glannaakstur annarra ökumanna
Hver kannast ekki við að sjá forstjórajeppana bruna um götur borgarinnar? Það eru því ekki bara ungu ökumennirnir sem eru að valda slysum.
Það þarf að ganga úr skugga um að ALLIR ökumenn viti að slysin gerast hratt og það er engin það góður ökumaður að hann geti hugsað "slysin koma bara fyrir aðra".
En hér hjálpar ekkert að setja hraðatakmarkara. Það er alveg eins hægt að drepa sig (og aðra) á 120 km/klst hraða eins og á 200. Hraðatakmarkarar hafa því lítið að segja nema við séum að tala um að takmörkunin verði neðar (t.d. við 90-100 km/klst).
Svo vaknar spurningin um götur þar sem hámarkshraði er 30/50/60. Er ég ekki alveg jafn líklegur til að valda slysi þar með bíl sem kemst ekki hraðar en 90-100 eins og á bíl sem getur farið mun hraðar? Hér má svosem tala um tækni sem myndi breyta virkni hraðatakmarkarans, þannig að í þessum hverfum myndi hann lækka hámarkshraðan. En væntanlega yrði það MIKLU dýrara heldur en hraðatakmarkarar sem eru með 120 km/klst sem fast hámark.
Hraðatakmarkarinn virkar því bara í sumum tilfellum, og jafnvel þá mun hann einungis hafa lítil áhrif. Öfga atvikin, þar sem fólk var á ROSALEGUM hraða munu heyra sögunni til.
En viljum við eyða einhverjum milljörðum í að laga bara þau atvik eða setja sama peninginn í að laga gatnakerfið í heild sinni og stuðla að betri fræðslu, sem myndi hafa mun víðtækari áhrif til batnaðar?
Er ekki bottom line hérna hvar við fáum sem best ROI? Sökkva ekki gríðarlegum fjármunum í aðgerðir sem einungis tækla mjög lítin hluta vandans (hve mörg slys voru af völdum manna á meiri hraða en 120-130 km/klst, OG hefðu þau slys ekki orðið hræðileg þó svo að viðkomandi hefði verið á 130 km/klst í staðin fyrir 180 km/klst)?
Aðstöðuleysi
Okkur vantar akstursbraut! Pronto! Þó svo að það muni ekki stöðva ofsaakstur á götum borgarinnar þá mun það líklega (vonandi) draga úr því verulega.
Ástand gatnakerfis
Hrikalegt! Þarf að segja meira um þetta.
Til að leysa þetta þá þarf að gera miklu meira heldur en bara setja á fleiri höft og bönn. Það þarf að breyta hegðun fólks og endurbæta gatnakerfið.
Mögulegar lausnir:Þrepaskipta ökuprófinu
Hætta þessu rugli með að hækka bílprófsaldurinn og gefa frekar nýjum ökumönnum tækifæri á að öðlast nauðsynlega reynslu, en á sama tíma draga úr því tjóni sem þeir geta mögulega valdið. Hér má svo vitaskuld endalaust deila um aldur og afl (t.d. að takmarka vélarafl við 80 hestöfl fyrir þá sem eru á bráðabirgðarskírteini).
Minnka punktafjölda á bráðabirgðarskírteini
Þeir sem eru nýkomnir með bílprófið þurfa að skynja að það verður tekið HART á þeim ef þeir eru að taka sénsa og keyra eins og glannar.
Refsingar við brotum tengdar tegund skírteinis
Tilgangurinn er að gera það MJÖG dýrt fyrir nýja ökumenn að taka áhættur, að þeir skynji betur að þeir hafa einungis einn séns
Yfir höfuð harðari refsingar (það eru ekki bara ungu ökumennirnir sem valda slysunum)
Hækka upphæðir í sektum.
Lengja sviptingartíma varðandi ölvunarakstur.
Ef einstaklingur missir skírteinið þá þarf að taka prófið aftur (í staðinn fyrir að bíða bara eftir að mega sækja það aftur).
(Ég er sjálfur ekki alveg viss með þennan punkt, því að hér er mjög auðvelt að ganga alltof langt).
Aukið eftirlit
Ég hef haft bílpróf í dágóðan tíma núna (tæp 15 ár) og hef einungis einu sinni verið stoppaður í tékk. Finnst það frekar slappt.
Æfingabraut(ir)
Okkur vantar aðstöðu fyrir fólk til að leika sér í öruggara umhverfi (og þar sem það slasar ekki aðra).
Laga gatnakerfið!
Í staðin fyrir að fara í tölvuleik með bílana okkar og eyða milljörðum í hraðatakmarkara og annað bull, þá á að setja þennan pening (og meira til) í að endurbæta gatnakerfið okkar frá a-ö!
Aukin fræðsla
Stóri bróðir / Sekur uns sakleysi sannast:
Eitt virðist gleymast í þessari umræðu og það er persónufrelsi og réttur okkar á því að ríkið sé ekki að troða sér of mikið inn í okkar líf. Hér er ég vitaskuld ekki að segja að ég eigi rétt á að keyra hraðar en hámarkshraði segir til um, en sú tilhugsun að við verðum þvinguð til að setja einhver tæki í bílinn okkar til að takmarka hvernig við getum keyrt hann er SCARY! (og ef það yrði gert þá myndi ég um leið selja bílinn minn og kaupa mér einhverja ódýra druslu sem hangir saman á málningunni, því tilhvers ætti ég að eyða miklum peningum í bíl sem ríkið er með puttana í, og sá bíll yrði bara miklu hættulegri en núverandi bíllinn minn í umferðinni).
Í dag hljómar þessi hugmynd kannski ekki svo illa. Fólk gæti hugsað "ja, hver er að keyra hraðar en 120 km/klst hvort eð er, þannig að svona tæki hefur engin áhrif á mig og mun bara stoppa glæpamennina". En það er nú til þekkt dæmisaga um hvernig fólk smátt og smátt afsalar sér frelsi sínu (án þess að átta sig á því hvað er að gerast). Hvert skref er nógu lítið til að fólk kippir sér ekki upp við það, en í lokinn höfum við algjörlega afsalað öllum rétti til einkalífs og annarra réttinda. T.d. við innleiðum svona tæki í dag, og svo eftir 10 ár þá kemur einhver annar fram og segir "120 km/klst er ekki nóg, við þurfum að lækka þetta". Á þeim tímapunkti verðum við orðin vön takmarkara sem takmarkar hraða við 120 km/klst og sættum okkur alveg við annað "lítið" skref niður í 100 km/klst. O.s.frv. o.s.frv. ............ Áður en við vitum af getum við ekki gert neitt! En þá verður of seint að taka á málinu.
Svo mætti nota svipuð rök á aðra hluti. T.d. internetið. Við getum notað internetið til að hlaða niður tónlist og bíómyndum án þess að borga fyrir efnið. Nú er auðvelt að færa "rök" (svona svipuð "góð" rök og sumir eru að nota fyrir hraðatakmörkurum í bílum) fyrir því að ef við værum ekki að hlaða niður þessu efni þá þyrftum við ekki eins mikla bandvídd (eftir stendur pósturinn og almennt vefráp). Sumir aðilar gætu þá sagt að til að koma í veg fyrir þjófnað á efni þá ber að takmarka hraða internet tenginga (hraða takmarkari

). Þar sem það er hvort eð er ólöglegt að hlaða niður þessu efni, tilhvers þurfum við þá hraðan?
Áður en við vitum er margt sem við gerum takmarkað á einhvern máta og okkur er ekki treyst fyrir neinu sjálf. Litið er á okkur sem sek unns sakleysi okkar er sannað, og hegðun lítils hóps í samfélaginu er notuð sem réttlæting fyrir því að koma á stjórntækjum sem gætu truflað líf okkar allra (kannski ekki í dag, en það myndi gerast áður en við vissum af því -> munið, mörg "lítil" skref).
Jæja, best að láta þetta vera nóg.
Kv.
E_B